Category Archives: Yfirheyrslan

Yfirheyrslan: Bjarki Pjetursson (Vigri)

Bjarki Pjetursson er meðlimur í hljómsveitinni Vigri sem gaf út sína fyrstu plötu, Pink Boats, fyrir tveim árum og er hægt að lesa dóm sem ég skrifaði um hana á sínum tíma hér. Það var löngu kominn tími á að yfirheyra hann og hafði hann þetta að segja.

Fullt nafn: Bjarki Pjetursson.Bjarki Pje

Aldur: 23 ára.

Staða í hljómsveit: Harmonikka, gítar, söngur o.fl..

Áhrifavaldur/ar þínir: Fjölskyldan, vinir, tónlist, bíómyndir og allt.

Hefurðu gefið eiginhandaráritun: Já.

Frægasti tónlistarmaður sem þú hefur hitt: Damon Albarn.

Efnilegasti tónlistarmaður/hljómsveit landsins: Raggi Bjarna er allur að koma til.

Ofmetnasti tónlistarmaður/hljómsveit landsins: …….

Vanmetnasti: Ragga Gísla.

Drauma staður til að spila á: Eyjafjallajökull.

Bestu tónleikar sem þú hefur spilað á: Beatpol í Dresden eru mjög eftirminnilegir, svo var líka gaman að spila í Hörpunni á Airwaves.

Bestu tónleikar sem þú hefur séð: Emilíana Torrini í Háskólabíói einhvern tímann.

gogoyoko eða tonlist.is: Gogoyoko er frábær.

Ef þú mættir velja hvern sem er á Íslandi til að semja lag með: Sinfoníuhljómsveit Íslands.

En utan landsteina: Dr. Dre eða Snoop Dogg eru seigir.

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem hefur hent þig á tónleikum: Þegar ákveðnum hljómsveitarmeðlimi var brátt í brók og við gátum því miður ekki lokið tónleikunum.

Hvað er framundan: Túr um Evrópu og gefa út nýja plötu.

Torfi

Auglýsingar

Yfirheyrslan: Hörður Már Bjarnason (M-Band)

Hörður Már er ungur tónlistarmaður og býr til tónlist undir nafninu M-Band. Í mars gaf hann út plötuna EP sem inniheldur sex frumsamin lög. Hann kemur fram á Airwaves og spilar á Faktorý á miðvikudeginum ásamt því að spila á off venue dagskránni. Potturinn tók hann í yfirheyrslu.

Fullt nafn: Hörður Már Bjarnason.

Aldur: 23 vetra.

Staða í hljómsveit: Söngvari, hljómborðsleikari og græjupervert.

Fyrri hljómsveitir/verkefni: Það er eiginlega rosa mikið og fjölbreytt! Mest af því hefur verið að spila með allskonar ballsveitum og sveitum sem skapaðar voru fyrir menntaskólasýningar. Það sem ég var þó síðast að gera var að leika með blússveitinni Stone Stones og semja tónlist fyrir menntaskólaleikverk.

Áhrifavaldur/ar þínir: Úff… það eru rosa margir. Það eru í raun og veru bara tónlistarmenn sem eru að gera tónlist sem höfðar einhvern veginn til mín, óháð því hvernig tónlist það er. Það er kannski helst að nefna Modeselektor þessa stundina hvað varðar lagasmíðar, hljóðsköpun og hljóðblöndun. Þeir vita alveg hvað þeir eru að gera.

Hefurðu gefið eiginhandaráritun: Hehe nei. Ég þarf nú ekkert eitthvað að berja af mér aðdáendurna… ennþá. Djók!

Frægasti tónlistarmaður sem þú hefur hitt: Ég hef hitt Björn Jörund einhvern tímann, man ekki eftir einhverjum fleiri stórum nöfnum.

Efnilegasti tónlistarmaður/hljómsveit landsins: Já þeir eru alveg nokkrir! Ásgeir Trausti er kannski efstur á blaði þar sem hann er að gera allt gjörsamlega vitlaust!

Ofmetnasti tónlistarmaður/hljómsveit landsins: Ég veit eiginlega ekki hvað ég get sagt hér. Eins og ég sé þetta og er ekki búinn að stúdera þetta mikið, þá eru held ég langflestir að fá það sem þeir eiga skilið, í góðri merkingu.

Vanmetnasti: Enginn sem ég hef tekið eftir. Kannski er það líka bara málið… 😦

Drauma staður til að spila á: Ég sá alltaf fyrir mér að spila á Nasa, en nú er sá staður ekki til lengur þannig að ég er ekki alveg viss.

Bestu tónleikar sem þú hefur spilað á: Það eru nú ekki margir tónleikarnir sem ég hef spilað á, en einhvern tímann spilaði ég í Berlín. Það var fáránlega gaman! Staðurinn var mjög flottur, kjallari lengst ofan í jörðinni þar sem allir veggir voru graffaðir í spað með neon málningu, vatnsleiðslur í loftunum, diskókúla og sjónvörp inn í veggjunum, mjög reif-legt allt saman. Svo var bara mjög gott sánd og mjög góð stemning í fólki.

Bestu tónleikar sem þú hefur séð: Ég held að það séu tónleikar Queens of the Stone Age í Laugardalshöll 2005.

gogoyoko eða tonlist.is: Gogoyoko alveg klárt mál! Ég hef ekki snert þetta tonlist.is dót..

Ef þú mættir velja hvern sem er á Íslandi til að semja lag með: Það væri kannski Magnús Tryggvason Elíassen trommari eða jafnvel Þórarinn Guðnason úr Agent Fresco. Eða báðir! Það gæti allt saman orðið mjög áhugavert.

En utan landsteina: Kannski Anthony Hegarty. Annars veit ég ekki. Ég er annars að vinna núna mikið með Veriníque Jacques, sellóleikara. Það er bara mjög gaman.

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem hefur hent þig á tónleikum: Ég var einhvern tímann beðinn um óskalag. Þá hélt einhver að ég væri dj. Mér fannst það pínu fyndið þar sem ég var með eiginlega of mikið af græjum til að vera dj.

Hvað er framundan: Á döfinni er plötuútgáfa og svo auðvitað Airwaves. Svo heldur lífið bara áfram með öllu sem því fylgir…

Torfi

Yfirheyrslan: Ívar Björnsson (Nolo)

Yfirheyrslan er nýr liður hér á Pottinum þar sem við tökum tónlistarmenn af handahófi og yfirheyrum þá rækilega. Sá fyrsti hefur gert það gott undanfarin ár með hljómsveit sinni Nolo en taka verður þó fram að þetta er ekki knattspyrnumaðurinn Ívar Björnsson.

Fullt nafn: Ívar Björnsson.

Aldur: 21.

Staða í hljómsveit: Hljómborð, bassi og söngur.

Fyrri hljómsveitir/verkefni: Spooky Jetson a.k.a. Black Sabbath Íslands.

Áhrifavaldur/ar þínir: Alltaf erfitt að svara þessari spurningu en ég hlusta mikið á t.d. Marc Bolan/T. Rex, Gary Numan, Black Sabbath og Beach House.

Drauma staður til að spila á: Um borð í Norrænu, eða gamalli kirkju eins og t.d. Dómkirkju Flórens, væri örugglega magnað sound þar.

Hefurðu gefið eiginhandaráritun: Já það hef ég.

Frægasti tónlistarmaður sem þú hefur hitt: Bó Hall.

Efnilegasti tónlistarmaður/hljómsveit landsins: Er ekki Ásgeir Trausti að gera allt vitlaust? Hann er efnilegur en svo er grjóthart band sem kallast Saytan, þeir eru með mjög flott stöff sem lofar góðu.

Ofmetnasti tónlistarmaður/hljómsveit landsins: Það eru nokkrar ofmetnar hljómsveitir hér á landi en ég get ómögulega sagt hverjir það eru, ég vil ekki að fólk hræki á mig út á götu.

Vanmetnasti: Kannski skrítið að nefna FM Belfast þar sem þau eru gríðarfræg hér á landi en mér finnst þau svo vanmetin erlendis. How to Make Friends er plata í heimsklassa og ætti að fá meira umtal erlendis. Gæti verið að ég sé að rugla og að þau séu mjög fræg þarna úti en þetta er það sem mér finnst.

Bestu tónleikar sem þú hefur spilað á: Spiluðum eitt sinn á menntaskólaballi MH á Nasa, það var örugglega enginn að hlusta heldur í leit að sleik en við misstum okkur í gleðinni á sviðinu. Svo hafa allir Airwaves tónleikarnir okkar heppnast gríðarvel.

Bestu tónleikar sem þú hefur séð: Ég fór á Rolling Stones í Köben og það var magnað, erfitt að toppa þá tónleika.

Ef þú mættir velja hvern sem er á Íslandi til að semja lag með: Við erum fljótlega að fara að semja lög með drengjunum í Sudden Weather Change. Við höfum áður unnið lag saman sem ber heitið „Saan Rail“ sem má finna á plötunni Hitaveitan, mjög svo sveitt og skemmtilegt lag.

En utan landsteina: Maður hefði verið til í að vinna með Gary Numan, maðurinn á milljón forn syntha. En hann er orðinn svo dark eitthvað, komið þetta Emo element í hann sem ég er ekki að fíla. En það væri t.d. spennandi að vinna með Beach House eða jafnvel Empire of the Sun.

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem hefur hent þig á tónleikum: Það var eitt fyndið atvik sem við lentum í með Spooky Jetson. Það var þannig að við vorum að spila á Samfés á litlu sviði í Laugardalshöllinni. Við vorum svona 14-15 ára gamlir og óreyndari en skelfiskur á þurru landi. Það safnaðist saman stór hópur af krökkum þegar við byrjuðum að spila og fremst í hópnum voru kolóðar stelpur. Þær voru að grípa í buxnaskálmarnar hjá manni eða skónna og gargandi líkt og við værum Hvanndalsbræður á miðju sveitaballi. Svo tók einhver gítarinn hans Nonna úr sambandi á miðjum leikum. En allt gekk vel og við þurftum lögreglufylgd út.

Hvað er framundan: Það eru spennandi tímar framundan hjá okkur, eitt hljómborðið okkar sem við höfum notað síðan í byrjun bilaði á miðri æfingu. Hljómborðið var skran úr Góða hirðinum en það innihélt trommusound sem finna má á flestum lögum okkar ásamt flottum en barnalegum synthaeffectum. Þannig að núna erum við á fullu í því að finna staðgengil og þróa soundið okkar ennþá meir.

Ívar í vinnunni.

Torfi