Monthly Archives: maí 2013

Topp 5: Huldumenn í tónlistinni

Sumir tónlistarmenn hafa farið þá leið að hylja andlit sín og eru ástæðurnar mismunandi eftir hverjum og einum. Potturinn fór í smá rannsóknarvinnu og leitaði af þeim helstu sem eru þekktari fyrir grímurnar sínar heldur en sín eigin andlit.

# 5 The Knife

The Knife III The Knife II
Sænsku systkinin hafa reyndar ekki stuðst við grímurnar alfarið en eru þó líklegri til að þess að setja þær upp ef eitthvað stendur til. Þau eru ekki mikið gefin fyrir athyglina og vilja síður fara í viðtöl eða koma fram á opinberum vettvangi. Systirin er einnig þekkt undir nafninu Fever Ray og er hún óþekkjanleg þsr sem fyrr.

# 4 SBTRKT

música/TUMBALONG Bon Chat, Bon Rat (AUS), Electric Wire Hustle (NZ), Ghostpoet (UK), LUNICE (CAN), Mitzi (AUS), SBTRKT (UK), Simon Caldwell (AUS), Tiger & Woods (ITA) sbtrkt-608x608
Tónlistamaðurinn Aaron Jerome sem kallar sig SBTRKT skartar grímu í frumbyggjalegum stíl er hann kemur fram á tónleikum. Aaron vill aðskilja sig og sína persónu frá tónlistinni og hefur leyst það með þessari laglegu grímu.

# 3 Deadmau5

deadmau5-live
Stærstu grímuna á listanum ber sjálfur Joel Thomas Zimmerman sem er betur þekktur sem Deadmau5. Hann bjó til lógóið „mau5head“ sem varð svo að grímu eftir að vinur hans hafði bent honum á þann möguleika. Gríman hefur marga útlitsmöguleika og er sjón víst sögu ríkari á tónleikum Deadmau5.

# 2 Slipknot

Slipknot-metal-755631_1100_770
Grímurnar hjá meðlimum Slipknot er eins og samansafn af öllum óhugnalegustu grímunum í hryllingsmyndum Hollywood. Meðlimir í dag eru átta talsins og koma þeir ekki fram nema með grímu og í kraftgalla. Grímurnar hjálpa til við að koma tónlistinni til skila enda er hún oft á tíðum mjög svo aggressív og kraftmikil. Grímurnar þróast og breytast með tímanum og er greinilega mikil vinna lögð í að þær líti sem best út.

# 1 Daft Punk

Daft-Punk-Album-Giorgio-Moroder
Franski dúettinn Daft Punk eru að mínu mati með lang smekklegustu og svölustu grímurnar. Árið 1999 breyttust þeir að eigin sögn í vélmenni og hafa þeir ekki litið um öxl síðan. Að þeirra sögn á áherslan að vera á tónlistina eins og hjá fleirum hér fyrir ofan og leiðist þeim fátt meira en tónlistarfólk með sínar „rokk & ról“ pósur og viðhorf.

GabríelVið Íslendingar eigum einn grímuklæddan tónlistarmann en það er hann Gabríel sem er reyndar dulnefni listamannsins. Í viðtali við Monitor fyrir ári síðan hafði hann þetta að segja um orsök grímunnar og nafnleyndarinnar: „Þegar ég ákvað loks að drífa í mig því (hip hoppinu) fannst mér tilvalið að koma fram undir öðrum formerkjum, öðru nafni en áður og með grímu til að aðskilja mig algjörlega frá öðru sem ég hef gert í tónlist. Þess vegna langaði mig að stimpla mig inn sem eitthvað alveg nýtt og alveg ferskt og leyfa fólki þar með að dæma mig eingöngu út frá því nýja en ekki einhverju gömlu sem fólk myndi hugsanlega tengja mig við væri ég grímulaus“.

Hljómar eins og Gabríel hafi eitthvað að fela og hafi jafnvel skítuga sögu í tónlistinni, djók. Gott og blessað hjá kauða en ég held ég viti hver maðurinn á bakvið kauða er og er það meðlimur í Hjálmum, Baggalút og annar helmingur greiningardeildar Hljómskálans, Guðmundur Kristinn Jónsson. Já þið sem vissuð það ekki fyrir heyrðuð það fyrst hér á Pottinum og verði ykkur barasta að góðu!

Er þetta Gabríel?

Er þetta Gabríel?

– Torfi

Auglýsingar