Monthly Archives: júní 2013

Easy Star All-Stars: Reggí sveit með pung

radiodread

Reggí menningin á Íslandi hefur farið stigvaxandi síðustu ár og þá aðallega með hljómsveitinni Hjálmar og nú nýlega Ojba Rasta sem hefur vakið mikla lukku. Reggí og döbb (dub) virðist einnig vera góð blanda sem síðarnefnda sveitin hefur tileinkað sér og það með miklum ágætum.

En það eru ekki margar reggí hljómsveitir sem leggja sig fram við það að covera plötur í heild sinni en þó er ein slík til og nefnist hún Easy Star All-Stars og er ættuð frá Jamaíku. Og það eru engar smá plötur sem sveitin hefur tekið fyrir og yfirfært í reggí stílinn og myndu þær líklegast allar flokkast undir bestu plötur sögunnar í popp/rokk geiranum. Plöturnar eru sem sagt þessar, Dark Side of the Moon með Pink Floyd, OK Computer með Radiohead, Sgt. Peppers Lonely Heart Club’s Band með Bítlunum og loks Thriller með Michael Jacksoneasy-star-all-stars-lonely-hearts-d. Eins og sjá má eru þetta engir aukvissar í tónlistarsögunni og í raun hálfgerð fífldirfska að henda í sínar eigin útgáfur af þessum plötum og það í reggí/döbb búning.

En þótt ótrúlegt sé þá hefur þetta tekist einstaklega vel upp og hafa þeir almennt verið að fá góða dóma fyrir þessar tilraunir sínar. Að mínu mati finnst mér Easy Star’s Lonely Heart Dubs Band koma best út í þessum reggí döbb stíl þó að Radiodread og Easy Star’s Thrilla koma skemmtilega á óvart og þá sérstaklega sú síðastnefnda en það í raun fáránlegt hvernig þeir ná að tækla lög eins og „Billie Jean“, „Beat It“ og „Thriller“ með jafn miklum sóma og í raun er. Ekki finnst mér Dark Side of the Moon koma vel út í reggí búning en sitt sýnist hverjum. 

Ofan á þetta allt saman hafa þeir gefið út eina plötu með frumsömdu efni en hún hefur vitaskuld fallið í skuggann af hinum fjórum enda sveitin skapað sér nafn sem coversveit.

Boðskapurinn með þessum pistli er þessi, ef þú fýlar reggí með döbb ívafi og þessar plötur og ert tilbúin/nn til að slá þessu saman er algjörlega málið fyrir þig að kíkja á þetta.

– Torfi

Auglýsingar