Category Archives: Eurovision

Söngvakeppnin 2017: Spáð í spilin

Það er tvennt sem kemur mér í gegnum fyrsta fjórðunginn af árinu sem er jafnframt sá erfiðasti, jólin nýafstaðin og langt í sumarið, en það er handboltinn í janúar og söngvakeppni sjónvarpsins í febrúar og mars. Í báðum tilfellum alveg hreint stórskemmtilegt sjónvarpsefni og lokaniðurstaðan nánast alltaf vonbrigði. En í fyrsta sinn í mörg ár er mér nokk sama hver stendur uppi sem sigurvegari Söngvakeppni sjónvarpsins – þar að segja ég verð ánægður sama hver úrslitin verða að undanskildu einu atriði, kem að því síðar. Í gamni mínu ætla ég að rýna aðeins í keppendur og lögin þeirra og geri það í sömu röð og þeir munu birtast okkur á laugardagskvöldið.

# 1 ARON HANNES – „TONIGHT“

Like á Facebook: 2.455 (# 3)

Spilanir á YouTube: 96.831 (# 1)

Spilanir á Spotify: 43.171 (# 2)

Markhópurinn: Yngsta fólkið upp í fólk á tvítugsaldri.

Án efa vinsælasta lag keppnarinnar í ár. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Aron mikla reynslu af því að taka þátt í keppnum og koma fram. Aron er líklegur til árangurs og ég spái honum í bráðabanann.

# 2 ARNAR JÓNSSON OG RAKEL PÁLSDÓTTIR – „AGAIN“ 

Like á Facebook: 978 (# 7)

Spilanir á YouTube: 28.511 (# ?)

Spilanir á Spotify: 7.225 (# 7)

Markhópurinn: Miðaldra konur.

Eini dúettinn í úrslitum. Ekki eftirminnilegasta lagið en þau gera þetta vel og þau þurfa að treysta á að konurnar heima í stofu hringi látlaust í númerið sitt. Arnar hefur þetta evrópska útlit sem getur einnig brætt konurnar úti í Evrópu.

# 3 ARON BRINK – „HYPNOTISED“ 

Like á Facebook: 1.166 (# 6)

Spilanir á YouTube: 40.665 (# 2)

Spilanir á Spotify: 20.018 (# 3)

Markhópurinn: Yngsta kynslóðin upp í 12 ára.

Aron Brink fer langt á stóra brosinu sínu og alltof grípandi viðlagi. Aron á eftir að hala inn atkvæðum en hann mun berjast við nafna sinn um atkvæði unga fólksins. Líklegur til að fara í bráðabana en það veltur á dagsforminu.

# 4 HILDUR – „BAMMBARAMM“ 

Like á Facebook: 1.686 (# 5)

Spilanir á YouTube: 39.990 (# 3)

Spilanir á Spotify: 17.816 (# 3)

Markhópurinn: Ungar stúlkur.

Svarti Péturinn í ár og við skulum nú vona að Rúv skili laginu betur frá sér en í undanúrslitunum. Lagið er hins vegar ekki nógu sterkt fyrir keppni á þessum mælikvarða og ég spái henni ekki langt.

# 5 RÚNAR EFF – „MAKE YOUR WAY BACK HOME“

Like á Facebook: 2.337 (# 4)

Spilanir á YouTube: 7.845 (# 7)

Spilanir á Spotify: 9.329 (# 6)

Markhópurinn: Skautafélag Akureyrar.

Hvernig þessi ágæti maður fór í úrslitin er ofar mínum skilningi. Þetta Creed-skotna lag gefur manni kjánahroll niður í tær. Svona pabbarokk virkar ekki lengur, kannski í Möltu en ekki neins staðar annars staðar.

# 6 SVALA – „PAPER“ 

Like á Facebook: 2.995 (# 2)

Spilanir á YouTube: 18.205 (# ?)

Spilanir á Spotify: 43.605 (# 1)

Markhópurinn: Júróvisjónnöttarar og fólk undir fertugu

Svala er án efa með eitt sterkasta lagið í ár og ég spái henni í bráðabanann með Aroni Hannesi. Svala er það flottur performer að maður saknar þess ekki að hafa neinar bakraddir eða dansara með henni á sviðinu. Eina sem er fráhrindandi er titillinn á laginu.

# 7 DAÐI FREYR – „IS THIS LOVE?“

Like á Facebook: 3.635 (# 1)

Spilanir á YouTube: 10.733 (# 6)

Spilanir á Spotify: 11.808 (# 5)

Markhópurinn: Hipsterar sem fýla ekki Eurovision.

Það er erfitt að ráða í Daða. Hann er vinsælasti keppandinn á Facebook en lagið er ekki jafn mikið spilað líkt og hin enda töluvert frábrugðið restinni. En atriðið er brakandi ferskt og sé gállinn á kjósendum þannig gæti atriðið farið í bráðabana.

Spá Pottsins:

  1. Aron Hannes – „Tonight“
  2. Svala – „Paper“
  3. Daði Freyr – „Is This Love?“
  4. Aron Brink – „Hypnotised“
  5. Arnar Jónsson og Rakel Pálsdóttir – „Again“
  6. Hildur – „Bammbaramm“
  7. Rúnar eff – „Make Your Way Back Home“

 

 

Auglýsingar

Topp 5: Góð Eurovision lög

Það eru skiptar skoðanir um Eurovision, annað hvort elskaru keppnina eða hatar. Ég viðurkenni það að ég hef gaman af keppninni þó að meirihlutinn af lögunum sé voðalega vondur. En það leynast þó inn á milli virkilega fín lög og nú hef tekið saman lista yfir 5 lög sem gefa ekki endilega góða mynd af Eurovision formúlunni.

# 5 Lena – „Taken by a Stranger“ (Þýskaland 2011)

Screen Shot 2014-05-10 at 1.21.06 PM
Lena vann keppnina árið áður með ansi leiðinlegu lagi en snéri til baka með helmingi betra lag. Lagið er sjóðandi heitt og það minnir mig alltaf á Air. 10 sæti var hins vegar hlutskipti Lenu þetta árið með 107 stig.

# 4 Twin Twin – „Moustache“ (Frakkland 2014)

Twin-Twin-Moustache-France-Eurovision-2014-600x400
Besta lagið í keppninni í ár er framlag Frakka. Það keppir enginn við franska tungumálið og franska taktinn en samt ætla einhver 25 atriði að gera það í kvöld.

# 3 Dr. Spock – „Hvar ertu nú?“ (Ísland 2008)

Dr Spock - Iceland Airwaves (6)
Lagið var því miður ekki framlag Íslands í Eurovision sem er synd og skömm enda hrikalega sterkt lag hér á ferðinni. En sex árum síðar eru þrír meðlimir Dr. Spocks að fara að stíga á stóra sviðið undir merkjum Henson og Pollapönks.

# 2 Wig Wam – „In My Dreams“ (Noregur 2005)

wigwam2

Glysrokkararnir í Wig Wam slógu eftirminnilega í gegn árið 2005 með þessum slagara sínum og nutu gífurlegra vinsælda í heimalandi sínu í kjölfarið. Fólk var að fýla þetta og þeir enduðu í 9. sæti með 125 stig.

#1 Sébastien Tellier – „Divine“ (Frakkland 2008)

Screen Shot 2014-05-10 at 12.35.42 PM
Franski tónlistarmaðurinn heillaði mig árið 2008 með þessu lagi sínu. Við nánari athugun kom í ljós að Sébastien er alvöru og var til að mynda platan hans Sexuality pródúseruð af Guy-Manuel úr Daft Punk. Lagið endaði í 19. sæti með 47 stig.