Söngvakeppnin 2018: Spáð í spilin

Það er komið að þessu enn eitt árið, í kvöld fær þjóðin loksins svar við því hvert framlag Íslands til Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva verður. Að þessu sinni stendur valið á milli sex laga en enginn svarti pétur (e. wildcard) verður í ár. Ég ætla að renna stuttlega yfir þessi sex lög og meta möguleika þeirra á laugardaginn.

Athugið: Tölfræðin virkar þannig að ég tek saman fjölda spilana á lögunum í hljóðversútgáfu á YouTube, bæði í íslensku og ensku útgáfunni (ef við á) og legg saman og sama gildir með Spotify spilanir.

# 1 FÓKUS – „BATTLELINE“
Like á facebook: 1.882 (#4)

Spilanir á YouTube: 56.846 (#4)

Spilanir á Spotify: 53.318 (#3)

Markhópur: Aðdáendur Voice, vinir og fjölskylda meðlima.

Þeir sem horfðu ekki á Voice hafa sennilega ekki hugmynd um hvaða fólk þetta er. Karitas (f. miðju) vann aðra þáttaröðina af Voice og hinir komust nokkuð langt. Einskonar „best of Voice“ bræðingur. Lagið er þó afskaplega óspennandi og lítið varið í atriðið. Ætti þó að ná í nokkur atkvæði í krafti fjöldans.

# 2 ÁTTAN – „HERE FOR YOU“

Like á facebook: 28.401 (#1)

Spilanir á YouTube: 159.429 (#1)

Spilanir á Spotify: 71.127 (#1)

Markhópur: 1.-7. bekkur í grunnskóla

Áttan er eiginlega ekki sambærileg öðrum atriðum hvað vinsældir varðar. Kossaflensmyndbandið þeirra er komið yfir 100.000 spilanir á YouTube og vinsældir þeirra á samfélagsmiðlum eru gífurlegar. Sú staðreynd að þau réðu engan veginn við lagið í undankeppninni og að lagið er ekki eins vinsælt á ensku ætti þó að gefa hinum smá von.

# 3 ARI ÓLAFSSON – „OUR CHOICE“
Like á facebook: 1.462 (#5)

Spilanir á YouTube: 39.307 (#6)

Spilanir á Spotify: 28.455 (#6)

Markhópur: Sökkerar fyrir fallegum boðskap

Hér er á ferðinni efnilegur söngvari en því miður fyrir hann er lagið það slakasta í úrslitunum. Hann verður ómissandi á skjánum enda líklega lífsglaðasti gæinn á svæðinu, hann og Sonja í Áttunni gætu t.d. myndað áhugaverðan dúett í eftirpartýinu. En það er ekki nóg að brosa, lagið er einfaldlega ekki nógu gott þó að flutningurinn sé gallalaus.

# 4 HEIMILISTÓNAR – „KÚST OG FÆJÓ“
Like á facebook: 3.575 (#2)

Spilanir á YouTube: 103.671 (#3)

Spilanir á Spotify: 44.619 (#4)

Markhópur: Konur á fimmtugsaldri og húmoristar

Stúlkurnar í Heimilistónum eru ekkert að flækja þetta. Þær leggja upp með einfalt en grípandi lag og hnyttinn texta um líf sem margar konur tengja við. Þetta er lagið sem miðaldra konan setur á í bústaðnum með vinkonunum og hækkar í botn. Heimilistónar teygja sig líka niður til yngstu kynslóðarinnar með viðlaginu. Bráðabani ansi líklegur.

# 5 ARON HANNES – „GOLD DIGGER“
Like á facebook: 2.850 (#3)

Spilanir á YouTube: 106.200 (#2)

Spilanir á Spotify: 70.996 (#3)

Markhópur: 8.-9. bekkur í grunnskóla

Aron Hannes á klárlega skemmtilegasta atriðið í keppninni í ár og teflir til að mynda tveimur bestu dönsurum landsins í sínum flokki í atriði sínu. Sjálfur er hann frábær performer og söngvari og sást það best á því þegar hann hélt laginu uppi einn síns liðs í undanúrslitunum. Eini gallinn er sá að lagið er ekki frumsamið og hætt við neikvæðri athygli ytra færi það út.

# 6 DAGUR SIGURÐSSON – „Í STORMI“
Like á facebook: 613 (#6)

Spilanir á YouTube: 45.870 (#5)

Spilanir á Spotify: 41.932 (#5)

Markhópur: Þeir sem kæra sig um góðan söng

Það er erfitt að ráða í Dag. Umræðan í samfélaginu er sú að drengurinn er klárlega besti söngvarinn en spurning hvort það sé ekki kominn tími á að senda út skemmtilegt atriði (Heimilistónar og Aron Hannes). Skemmtanagildið í atriðinu mælist við frostmörkog ég held því miður að hin atriðin muni plokka of mörg stig af Degi til að skila honum í bráðabanann.

Spá Pottsins:

1. Dagur Sigurðsson – „Í stormi“

2. Áttan – „Here for You“

3. Heimilistónar – „Kúst og fæjó“

4. Aron Hannes – „Gold Digger“

5. Fókus – „Battleline“

6. Ari Ólafsson – „Our Choice“

Það er svakalega erfitt að spá fyrir um úrslitin en ég tel að lögin sem eru í topp 4 hjá mér endi í topp fjórum. Spurningin er bara í hvaða röð. Áttan er alltaf að fara í bráðabanann og svo munu Dagur, Heimilistónar og Aron berjast um að taka hitt sætið. Þá verður það baráttan á milli fullorðna fólksins og barnanna sem missa sennilega kosningaréttinn á heimilinu og Dagur tekur þetta. Sjáum hvað setur, góða skemmtun!

Torfi Guðbrandsson

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s