Monthly Archives: september 2014

Jon Heder og Haim í nýju myndbandi Chromeo

Í dag kom út glænýtt myndband frá hljómsveitinni Chromeo við lagið „Old 45’s“ sem er að finna á hinni bráðskemmtilegu plötu White Women. Chromeo-liðar fá til sín góða gesti í myndbandinu þar sem að stelpurnar úr Haim og leikarinn Jon Heder sýna ágætis takta á afskekktum mótorhjólabar. Augnayndið sem Jon Heder reynir við á barnum er Amra Silajdzic, leikkona og fyrirsæta frá Bosníu. Skemmtilegt myndband við skemmtilegt lag.

Annars er alveg óhætt að mæla með White Women sem gefur fyrri verkum ekkert eftir og greinilega engin þreytumerki að finna á hljómsveitinni geðþekku. Þá mælist ég til þess að fólk renni laginu „Lost on the Way Home“ í gegn en það gæti mögulega gert daginn betri.

– Torfi

Auglýsingar