Category Archives: Plötudómar

Album Review: Olga Vocal Ensemble – Vikings!

R-8812491-1469377681-9994.jpeg

Vikings! is the second album from the quintette Olga Vocal Ensemble. The quintette consists of five members who all met in the HKU University of the Arts in Utrecht. The members of Olga are Bjarni Guðmundsson (tenor), Jonathan Ploeg (second-tenor), Gulian van Nerop (baritone), Pétur Oddbergur Heimisson (bass-baritone) and Philip Barkhudarov (bass). The album is self-released by the group but Diddi fiðla (e. Diddi violin) managed the recordings proceeded in a little place called Hall in Netherlands.

As the album title indicates there is a viking theme on the album and most of the songs are from Scandinavia. The first five songs on the album are taken from Album for Mandssang, Op. 30 (e. Album for Male Chorus, Op. 30) by the Norwegian composer Edvard Grieg. The songs „Jeg Lagde Mig Så Sildig“ and „Han Ole“ are on the serious notes but the other three „Halling“, „Kvålings Halling“ and „Springdans“ are on the lighter as they are about young men looking for women.

In fact you can say that this is the story of the album and also the group as they offer both serious songs and happy songs.

The first Icelandic song on the album is track 7, „Grafskrift“, an Icelandic folksong about Sæmundur Klemensson who was known for his heroic attitude. The song is so folky that the Icelandic prog-rock group Þursaflokkurinn decided to include it on their first album. Olga delivers the song in a viking manner and if we didn’t notice before we sure know it’s a viking album now.

Olga reaches the top in Jón Nordals song „Smávinir fagrir“ with a poem from the legendary Jónas Hallgrímsson. The song is often used in funerals in Iceland and no one can deny it’s beauty. But the song requires certain interpretation and treatment and Olga delivers just that. Amazing performance by the boys and the first song I put on and listen to two till three times in a row. Bravo lads!

Close to the best song on the album are two thunder stealers which are very different from the other tracks on the album. I’m talking about „Starálfur“ by Sigur Rós and „It’s Oh So Quiet“ by Hans Lang that Björk did unforgettable cover version of in 1995. Not the easiest songs to cover in a capella style but the boys do it just great. In my opinion the boys are clever to include these songs on the album although they do not really fit to the viking theme. But the songs can maybe get to broader audiences and lure new fans to the Olga music who aren’t necessarily much for quintetts. For example they did an interview on the national radio station in Iceland and were asked to take one song from the album and performed „It’s Oh So Quiet“ and that’s no coincidence I believe.

Along with the thunder stealers there are three very good songs in between them, „Dúlamán“, „Meeste laul“ and „Pseudo-Yolk“. In „Meeste laul“ the members stamp their feet on the ground and seeing them do that live on the church floor in Aðventkirkjan in Reykjavík was pretty cool. Jonathan Ploeg does a very good job leading the „Dúlamán“ song which is the only song beside „Meeste laul“ and „It’s Oh So Quiet“ that aren’t from Scandinavia.

The short version: Olga Vocal Ensemble have a very strong release in their second album that counts 17 tracks and almost an hour in playing time. The album starts and ends well but some of the tracks in the middle aren’t as good beside the best track „Smávinir fagrir“ and the very powerful „Grafskrift“. The songs in the middle just don’t cut it like the better songs but we cannot blame the boys voices for that, it’s just that the other songs are better. Although the songs translate really well on a cd, I cannot ignore the fact that they are much more joyful to watch performing live, thanks to their great character and stage presence. If you have a chance to catch them live don’t dare to miss them or you might be in danger of getting a gigantic cucumber in your face!

Key tracks: „Grafskrif“, „It’s Oh So Quiet“, „Kvålins Halling“, „Smávinir fagrir“.

Rating: 7,0

Torfi Guðbrandsson

Auglýsingar

Plötudómur: Olga Vocal Ensemble – Vikings!

R-8812491-1469377681-9994.jpeg

Vikings! er önnur breiðskífan frá kvintettnum Olga Vocal Ensemble. Kvintettinn skipa fimm skólabræður úr Tónlistarskólanum HKU í Utrecht þar sem þeir nema allir söng. Meðlimir Olgu eru Bjarni Guðmundsson (fyrsti tenór), Jonathan Ploeg (annar tenór), Gulian van Nerop (baritón), Pétur Oddbergur Heimisson (bass-baritón) og Philip Barkhudarov (bassi). Hljómsveitin gefur sjálf út og sá Diddi fiðla um upptökustjórn en upptökur fóru fram í bænum Hall í Hollandi.

Eins og titillinn gefur til kynna er að finna víkingaþema á plötunni. Lögin eru flest frá norðurlöndunum eða þeim löndum sem talið er að víkingar hafi viðhafist í á sínum tíma. Fyrstu fimm lögin á disknum eru lög af Album for Mandssang eftir norska tónskáldið Edvard Grieg. Lögin „Jeg Lagde Mig Så Sildig“ og „Han Ole“ eru tregafull enda yrkisefnið á alvarlegu nótunum. „Halling“, „Kvålins Halling“ og „Springdans“ eru hins vegar léttari enda fjalla þau um unga menn í kvenmannsleit.

Í raun má segja að þannig sé platan byggð upp og vil ég meina að það sé styrkur hennar og söngflokksins að bjóða upp á lög á alvarlegu nótunum og einnig léttu.

Fyrsta íslenska lagið á disknum er lag nr. 7, „Grafskrift“, íslenskt þjóðlag um Sæmund Klemensson sem var þekktur fyrir miklar hetjudáðir. Lagið þykir það þjóðlegt að Þursaflokkurinn sá ástæðu til þess að gera sína útgáfu af því á fyrstu plötunni sinni. Eins og Þursaflokkurinn hér forðum fer söngflokkurinn vel með lagið og finna hér allir sinn innri víking.

Toppnum ná drengirnir um miðbik plötunnar í laginu „Smávinir fagrir“ eftir Jón Nordal. Lagið er afskaplega fallegt og krefst ákveðinnar túlkunar og meðhöndlunar og finnst mér strákarnir gera bæði uppá tíu. Hiklaust fyrsta lagið sem ég set á þegar ég hlýði á diskinn og spila jafnvel tvisvar, þrisvar í röð. Bravó strákar!

Nálægt toppnum eru þó tveir senuþjófar sem stangast svolítið á við hin 15 lögin á plötunni. Þetta munu vera lögin „Starálfur“ eftir Sigur Rós og „It’s Oh So Quiet“ eftir Hans Lang sem við Íslendingar þekkjum betur í útgáfu Bjarkar. Ekki beint auðveldustu lögin til að taka í svona a capella stíl en engu að síður fara drengirnir létt með það. Að mínu mati eru strákarnir klókir að hafa þessi lög með þó að þau séu kannski ekki beint í takti við víkingaþemað. Styrkleiki laganna felst þó mögulega í því að ná til breiðari hóps og að laða nýja hlustendur að sem eru kannski ekki mikið gefnir fyrir kvintetta. Það var t.d. mjög sterkur leikur hjá drengjunum að flytja „It’s Oh So Quiet“ í útvarpsþættinum Góðan daginn með þeim Benna og Fannari fyrir stuttu og tel ég að þar hafi ekki verið um neina tilviljun að ræða.

Ásamt senuþjófunum tveim eru lögin á milli þeirra ekki síðri. Þetta eru lögin „Dúlamán“, „Meeste laul“ og „Pseudo-Yolk“. Í „Meeste laul“ stappa Olgumenn niður fótunum og var afar skemmtilegt að sjá þá flytja lagið á tónleikunum í Aðventukirkjunni í Reykjavík þar sem kirkjugólfið fékk að finna fyrir því. Jonathan Ploeg sýnir lipra takta í „Dúlamán“ sem er eina lagið á plötunni ásamt „Meeste laul“ sem ekki eru frá norðurlöndunum.

Í hnotskurn: Olga Vocal Ensemble tjaldar öllu til á annarri breiðskífu sinni sem telur 17 lög og tæpan klukkutíma. Platan byrjar og endar vel en dettur aðeins niður í miðjunni fyrir utan „Grafskrift“ og besta lag plötunnar „Smávinir fagrir“. Lögin í miðjunni rista ekki eins djúpt og fyrstu fimm og síðustu fimm og er ekki við slæman söng eða útsetningar að ræða heldur eru hin lögin bara betri. Í lokin má benda á að þó Olga nái að skila lögunum vel frá sér inná geisladisk verður ekki hjá því komist að þeir eru enn skemmtilegri á tónleikum enda búa þeir yfir miklum persónutöfrum og æðislegri sviðsframkomu. Lakari lögin á disknum myndu jafnvel njóta sín betur í lifandi flutningi heldur en heima í stofu. Ef þið hafið tök á að sjá drengina á tónleikum þá skulið þið ekki hika við það.

Lykillög: „Grafskrift“, „It’s Oh So Quiet“, „Kvålins Halling“, „Smávinir fagrir“.

Einkunn: 7,0

Torfi Guðbrandsson

Plötudómur: Prins Póló – Sorrí

Sorrí

Í fyrra skrifaði ég á Pottinn að ein mestu vonbrigðin árið 2013 hafi verið þau að Prins Póló hafi ekki gefið út plötu en miðað við lagið „Bragðarefir“ væri von á góðu í ár. Prinsinn fékk skilaboðin og var ekki nema 4 og hálfan mánuð að bregðast við með plötunni Sorrí en ég er afar hrifinn af nafngiftinni og tek hana til mín enda tel ég að Prinsinn sé að afsaka plötuleysið í fyrra.

Sorrí er þriðja plata Prins Póló og án efa sú besta þó að hinar tvær hafi verið afar skemmtilegar. Áður hafa komið út stuttskífan Einn heima (2009) og breiðskífan Jukk (2010). Lögin á Sorrí eru misgömul en það kemur ekki að sök og heildarbragur plötunnar er góður. Hér mæta til leiks frábær lög eins og „Bragðarefir“, „Tipp Topp“ og „Föstudagsmessa“ og hefði maður nú haldið að erfitt væri að halda í við þau. En Prinsinn er frjór í sköpun sinni og hleypir nokkrum skotum af í viðbót með lögum eins og „Hamstra sjarma“, „Ég kem með kremið“ og „Finn á mér“ sem er í uppáhaldi þessa dagana hjá þeim sem ritar.

Á þessari plötu er komið aðeins meira kjöt á beinið en á Jukk en hér er hljóðheimurinn orðinn stærri og takturinn fastari. Það gæti verið að Sexy Schidt útfærslan á „Niðrá strönd“ hafi opnað augu Prinsins og sýnt honum fram á það að hann gæti búið til lög sem ættu heima á sveittustu dansgólfum bæjarins. Plötusnúðar landsins hafa allavega úr nokkrum lögum að velja á Sorrí. 

Eins og áður eru textarnir fyrirferðamiklir og það er bara eitthvað að ef Svavar verður ekki tilnefndur sem textahöfundur ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum fyrir árið 2014. Textarnir eru að sjálfsögðu á íslensku (fyrir utan smá útlensku í „Lúxuslíf“) og afskaplega vel samdir og skemmtilegir. Hlustendur fá því nokkuð mikið fyrir sinn snúð en ekki nóg með það að lögin séu hressandi og vel samin að þá hitta textarnir einnig í mark.

Þróun Prins Póló er ekki ósvipuð og hjá dúettnum Súkkat sem gaf á sínum tíma út þrjár plötur. Þeir félagar höfðu nokkuð hægt um sig á fyrstu tveimur plötunum sínum, Dúettinn Súkkat og Fjap en keyrðu svo allt í gang á þriðju plötunni sinni, Ull. Textarnir þeirra voru einmitt þeirra aðalsmerki og er því margt líkt með þessum tveimur hljómsveitum og hvet ég unnendur Prins Póló til að hlusta á Súkkat.

Niðurstaða: Prins Póló hefur tekist að toppa forvera sína og það með stæl. Eldri lögin hafa loksins fengið heimili og njóta góðs félagsskaps af nýjum lögum sem eru alls ekki síðri. Sorrí verður í bílnum þínum í allt sumar og ofarlega á árslistunum í vetur.

Ps. Hvort á maður að skrifa Prins Póló eða Prinspóló?

– Torfi Guðbrandsson

 

 

Plötudómur: John Grant – Pale Green Ghosts

Pale-Green-Ghosts-596x300

Þá er Pale Green Ghosts loksins komin í mínar hendur en ég hef beðið óþreyjufullur eftir henni alla daga síðan að John Grant tróð upp í Austurbæ síðasta sumar. Tónleikagestir nutu þess heiður að vera þeir fyrstu í veröldinni til að hlýða á nýjustu lög JG en blessunarlega enduðu þau öll fjögur á plötunni nýju.

Strax á fyrstu tveimur lögum plötunnar greinir maður áhrif Bigga Veiru (GusGus) og er það mikið stökk frá frumburðinum Queen of Denmark. John Grant fetar nýjar slóðir en það er merkilegt hvað hann passar vel inn í raftóna Bigga enda ætti sá maður að þekkja það best hverjir virka í þessum geira en Daníel Ágúst og Högni eru lifandi dæmi um það.

Eftir hið dansvæna „Black Belt“ róast leikurinn aðeins niður  með laginu „GMF“ sem er þessa stundina mitt uppáhalds lag á plötunni. Ástæðan er einfaldlega sú að textinn er bráðskemmtilegur og melódían og þá sérstaklega í viðlaginu er eftirminnileg. „GMF“ ásamt „It Doesn’t Matter to Him“ og „I Hate This Town“ eru lög sem eru í takt við gamla efnið hjá John Grant en restin af plötunni er smituð af Bigga Veiru.

„Why Don’t You Love Me“ er afar óeftirminnilegt lag og í raun eini veiki bletturinn á plötunni. „You Don’t Have To“ býr yfir yfirveguðum takti og seyðandi rödd JG dáleiða mann hreinlega, eftir lagið er maður hálf endurnærður. Næsta lag, „Sensitive New Guy“ krefst þess hins vegar að þú rísir á fætur og baðir höndunum út í loftið en í því lagi gefur Biggi í og einnig John Grant en söngur hans í laginu minnir svolítið á James Murphy (LCD Soundsystem) þegar sá maður er í essinu sínu. „Earnest Borgnine“ er í svipuðum fýling og „You Don’t Have To“ en Earnest Borgnine var leikari sem lést í fyrra og lifði víst tímana tvenna en samkvæmt textanum hitti JG þennan mann.

Platan endar svo á hinu stóra og fallega lagi „Glacier“ en jökull var víst of þjált í framburði að mati JG þannig að hann ákvað að nota enska orðið í staðinn. Jökullinn er myndlíking við sársaukann sem fylgir því að verða fyrir barðinu á þeim sem eru móti samkynhneigð en það mætti segja að lagið sé einhvers konar áróður til þeirra.

John Grant sýnir mikið hugrekki á þessari plötu því að hann fer í óvænta átt miðað við frumburð sinn Queen of Denmark. Gamli kærastinn heldur áfram að vera honum innblástur í textagerð og það er spurning hvort að hann endist í fleiri plötur eða John Grant finni upp á einhverju öðru til að semja um, eins og t.d. hvernig kaffið smakkast á Súfistanum.

John er mikill hvalreki fyrir íslensku tónlistarsenuna og það er ofar mínum skilningi hvernig Sónar-hátíðinni tókst að líta framhjá honum í febrúar! Að lokum vil ég minnast á huggulegu myndirnar sem prýða umslagið og bæklinginn sem skarta íslenskri náttúru og inniveru og uppáhalds namminu mínu, gúmmí hauskúpunum.

Niðurstaða: Pale Green Ghosts er frábrugðin fyrri verkum John Grant þó að innihald textana sé svipað. Samstarf hans og Bigga Veiru gengur vel upp og verður spennandi að sjá hvað John gerir næst.

Torfi