Category Archives: Kvikmyndatónlist

Frank Ocean skilinn útundan í Django Unchained

Frank-Ocean-4Það er ekki á allra vitorði að einn af tónlistarmönnum síðasta árs hafi samið lag fyrir kvikmyndina Django Unchained. Quentin Tarantino er þekktur fyrir að vera smekkvís þegar kemur að tónlist í kvikmyndum sínum og er  DU þar engin undantekning. En því miður fann hann ekki pláss fyrir lagið „Wise Man“ sem Frank Ocean lagði til og vildi ekki troða því bara einhvers staðar inn af virðingu við Frank.

Þegar að Frank opinberaði lagið fyrir aðdáendum sínum sagði hann: „Django was ill without it“ og hefur greinilega ekki verið sáttur við gang mála.

Þrátt fyrir allt er tónlistin í myndinni óaðfinnanleg en hún hefur að geyma fjögur lög sem voru sérstaklega samin fyrir hana og standa þar lögin eftir John Legend og Rick Ross upp úr að mínu mati. Einnig var gaman að heyra í ellismellum eins og Jim Croce og Johnny Cash enda ekki hægt að skilja sjálfan kántrí meistarann eftir í svona mynd. Opnunarlagið „Django“ er líka æðislegt í flutningi Rocky Roberts en tilburðir söngvarans minna mikið á kónginn Elvis Presley.

Svona gæti ég haldið endalaust áfram enda hvergi veikan blett að finna á sándtrakki Django Unchained. Þó hefði verið gaman að sjá Frank Ocean í þessum fríða hópi!

– Torfi

Auglýsingar