Bestu íslensku lögin 2018 #10-1

Þá er komið að því að greina frá 10 bestu íslensku lögum ársins. Hér var um ramman reip að draga og ég breytti uppröðuninni nokkrum sinnum áður en ég var sáttur með niðurstöðuna. 10 bestu íslensku lög ársins gjörið svo vel!

# 10 Aron Can – „Aldrei heim“
Dyggir lesendur Pottsins vita hversu mikið álit ég hef á tónlist Aron Can. Þetta lag var fyrsti síngullinn af Trúpíter en því miður endurspegla gæði þessa lags ekki gæði plötunnar.

# 9 Teitur Magnússon – „Hverra manna?“
Teitur var öflugur á árinu 2018 og gaf út sína aðra plötu Orna í sumar. Af mörgum góðum lögum á þeirri plötu stendur „Hverra manna?“ upp úr sem dregur það besta fram í Teiti.

# 8 Auður – „FREÐINN“
Það hefði alveg verið hægt að fyllan þennan topp 10 lista bara með lögum Auðar en það væri ekki skemmtilegt fyrir neinn nema kannski hann sjálfan. „FREÐINN“ er mesta partýlagið á nýju plötunni hans og líklega það jákvæðasta líka. Dúndrandi bassinn og áhugaverður textinn gera það að verkum að maður verður háður því. 

# 7 ClubDub – „Eina sem ég vil (feat. Aron Can)“
„Eina sem ég vil“ var fyrsta lagið sem kom út eftir frumburðinn þeirra Juice Menu, Vol 1. Lagið sló öllum eldri lögunum við nema kannski „Clubbed Up“ og drengirnir sýndu að þeir eru komnir til að vera.  

# 6 GDRN – „Hvað ef (feat. Auður)“
Nýliði ársins er klárlega GDRN en tónlist hennar er eitursvöl og seiðandi. Þetta lag heillaði mig strax og samvinna Guðrúnar og Auðuns gengur fullkomlega upp.

# 5 Between Mountains – „Into the Dark“
Stöllurnar í Between Mountains unnu Músíktilraunir árið 2017 en hafa farið nokkuð hægt af stað í að gefa út efni. „Into the Dark“ er glæsilegur forystusauður fyrir lögin sem á eftir koma. Myndbandið er líka stórskemmtilegt.

# 4 Huginn – „Leiðinni til þín (feat. Þórdís Björk)“
Huginn gerði góða hluti á árinu en það voru fáir sem þekktu nafnið í ársbyrjun. Þetta lag er eitt af mörgum góðum á plötunni hans og var á tímabili lagið sem ég notaði til að koma mér í gang á morgnana í sumar.

# 3 GDRN – „Lætur mig (feat. Floni)“
Eitt mest spilaða lagið á Spotify hjá mér var þetta magnaða lag úr herbúðum Guðrúnar. Það má segja að ferillinn hennar undir merkjum GDRN hafi farið á almennilegt flug með þessu lagi. Spilanir á Spotify tala sínu máli en lagið hefur verið spilað yfir 500.000 sinnum!

# 2 Logi Pedro – „Dúfan mín (feat. Birnir)“
Þetta lag barst til mín í pósti löngu áður en það kom út og á tímabili var ég hræddur um að það yrði ekki gefið út. Þær áhyggjur voru óþarfar og lagið leit dagsins ljós í ársbyrjun. Logi Pedro hefur aldrei hljómað betur og Birnir gerir útslagið með innslagi sínu.

# 1 Auður – „HVÍTUR OG TVÍTUGUR“
Lokalagið á AFSAKANIR með Auði hlýtur toppsætið í ár. Lagið er örlítið brothættara þegar það stendur eitt og sér en sem lokahnykkur og hluti af plötunni hans, þar sem Auðunn skrúfar frá öllu, er það fullkomið. Lagið súmmerar plötuna upp og virkar sem nokkurs konar creditlistalag fyrir hana. Hér leggur Auðunn vopnin endanlega niður á jörðina, iðrast fyrir gjörðir sínar og telur okkur sem hlustum á trú um að það sem hann sé að upplifa séu ekki endalokin heldur tímabil sem hann er hægt og bítandi að komast yfir.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s