Plötur

17/09/12 – 23/09/12

Íslenska hljómsveitin Ojba Rasta gaf frumburð sinn út í vikunni en hans hefur verið beðið eftir um skeið. Vínylperrinn ég skundaði að sjálfsögðu út í búð til að næla mér í eintak. Um er að ræða eina skemmtilegustu plötu ársins hingað til en hljómsveitin spilar skemmtilega blöndu af reggíi og döbbsteppi og inn í þetta fléttast svo skemmtilegir textar. Og utan um þetta allt saman er fallegt listaverk og smekklegar umbúðir með textum og öllum nauðsynlegum upplýsingum. Hápunktar plötunnar eru „Gjafir jarðar“, „Hreppstjórinn“ og „Jolly Good“. Textarnir við tvö fyrrnefndu lögin eru skemmtilega ortir og kemst maður ekki í annað en gott skap við að hlusta á Ojba Rasta. Ef þið fýlið Ojba Rasta mæli ég eindregið með hljómsveitinni Easy Star All-Stars en hún er að bjóða upp á svipaðan bræðing og Ojið.

10/09/12 – 16/09/12

Ég veit ekki hvort að fólk almennt kannist við hljómsveitina The Old 97’s en allavega gerði ég það ekki þegar ég straujaði inn heilu geisladiskasafni á tölvuna mína sem var í eigu bróður kærustunnar. Platan Too Far To Care hefur verið að vinna á og er núna ein af mínum uppáhalds. Ef þér finnst kántrý leiðinlegt er þetta örugglega það næsta sem þú kemst að fýla það, ekki skemmir eitt besta plötuumslag sem að ég hef augum litið !

03/09/12 – 09/09/12

Ég fór á frábæra tónleika síðastliðinn mánudag með Baraflokknum en árið 2000 gáfu þeir út safnplötuna Zahír. Á henni má finna öll bestu lög frá ferli sveitarinnar en þeir gáfu út þrjár plötur á sínum tíma. Ég legg það nú ekki í vana minn að flokka safnplötur með „venjulegum“ plötum en þetta er einstakt tilfelli. Mín uppáhalds lög á gripnum eru „Matter of Time“, „Take Good Care of Yourself (Tonight)“ og „I Don’t Like Your Style 2“ en það er önnur og betri útgáfa að mínu mati af sama lagi. Til gamans má geta að hljómsveitin kom fram í kvikmyndinni Rokk í Reykjavík en hún þótti tilheyra rjómanum af tónlistarsenunni sem var í gangi á þeim tíma. Fáir á mínum aldri hafa heyrt um Baraflokkinn en ég vona svo sannarlega að þeim sem láta sig tónlist varða að einhverju leyti prófi að hlusta á flokkinn góða.

Baraflokkurinn telur í árið 2000.

Baraflokkurinn í Rokk í Reykjavík árið 1982.

27/08/12 – 02/09/12

Það er kominn tími á að kynna nýjustu afurð Hot Chip, In Our Heads til leiks. Platan er sú fimmta í röðinni frá elektrónísku stuðboltunum og er ég ekki frá því að þetta sé þeirra besta verk til þessa. Þeir virðast alltaf vera að toppa sig dag frá degi sem er ekki algengt hjá sveitum nú til dags. Platan er bæði dansvæn og einnig lumar hún á rólegri lögum eins og til að mynda „Look at Where We Are“, „These Chains“ og „Now There Is Nothing“. Einnig bjóða þeir uppá góðar uppbyggingar eins og heyra má í upphafslaginu „Motion Sickness“ og „Flutes“ sem er heilar sjö mínútur að lengd og ekki einni sekúndu ofaukið. Gagnrýnendur úti í heimi virðast vera sammála Pottinum fyrir utan Clash og Stant en hver tekur svo sem mark á þeim miðlum? Hingað til hafa plötur Hot Chip komið út með tveggja ára millibili svo fólk má búast við meistaraverki frá þeim árið 2014.

20/08/12 – 26/08/12

Plata vikunnar að þessu sinni er Grace eftir meistara Jeff Buckley. Hún leit dagsins ljós þann 23. ágúst árið 1994 og var sú eina sem kom út á meðan JB var á lífi. Grace er meistaraverk svo ekki sé meira sagt. Þekktasta lagið á plötunni hlýtur þó að vera ábreiða JB af „Hallelujah“ eftir Leonard Cohen enda stórfengleg útgáfa. Það má hinsvegar ekki gera lítið úr lagasmíðum Buckley’s en drengurinn var hörku lagahöfundur rétt eins og pabbi sinn, Tim Buckley. JB var ekki aðeins flinkur á gítarinn heldur var hann einnig frábær söngvari en hann hafði einstakt vald á rödd sinni og slær þar föður sínum ref fyrir rass. Mín uppáhalds lög á plötunni eru „Last Goodbye“, „Lilac Wine“, „Hallelujah“ og „Corpus Christi Carol“ en það er ábreiða af sálmi í útsetningu Benjamin Britten. Þó að JB sé nú látinn þá mun Grace lifa áfram um ókomna tíð.

mán. 13 – sun. 19. ágúst 2012

Ég ætla leyfa mér að fullyrða að Oh Mercy eftir Bob Dylan sé hans vanmetnasta verk og er ég þó töluvert langt frá því að hafa hlustað á allt sem þessi risaeðla hefur gefið út í gegnum tíðina. Allsstaðar virðist platan fá miðlungs dóma þrátt fyrir sterkar lagasmíðar og vandaðar útsetningar en kannski er þar um að kenna gríðarlegum væntingum á Bobbarann. Lögin eru frekar róleg og góð heyrnartól skemma því ekki fyrir! Besta lagið á plötunni er e.t.v. „Man In the Long Black Coat“.

mán. 6. – sun. 12. ágúst 2012

Plata vikunnar að þessu sinni er eftir bresku hljómsveitina Gene og ber nafnið Olympian en það er auðvitað vel við hæfi nú þegar Ólympíuleikarnir eru í algleymi. Platan er frá árinu 1995 og hefur verið í miklum metum hjá undirrituðum í nokkur ár, þó ekki frá útgáfu árinu enda var ég ekki farinn að hlýða á fagra tóna brittpoppsins í sex ára bekk. Tónlistin er í anda The Smiths og á marga frábæra spretti, helsti löstur þessarar „debut“ plötu sveitarinnar er að hún er ekki nægilega heilsteypt og hefði í raun mátt innihalda níu lög í stað tólf.

_elfar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s