Monthly Archives: maí 2014

Topp 5: Góð Eurovision lög

Það eru skiptar skoðanir um Eurovision, annað hvort elskaru keppnina eða hatar. Ég viðurkenni það að ég hef gaman af keppninni þó að meirihlutinn af lögunum sé voðalega vondur. En það leynast þó inn á milli virkilega fín lög og nú hef tekið saman lista yfir 5 lög sem gefa ekki endilega góða mynd af Eurovision formúlunni.

# 5 Lena – „Taken by a Stranger“ (Þýskaland 2011)

Screen Shot 2014-05-10 at 1.21.06 PM
Lena vann keppnina árið áður með ansi leiðinlegu lagi en snéri til baka með helmingi betra lag. Lagið er sjóðandi heitt og það minnir mig alltaf á Air. 10 sæti var hins vegar hlutskipti Lenu þetta árið með 107 stig.

# 4 Twin Twin – „Moustache“ (Frakkland 2014)

Twin-Twin-Moustache-France-Eurovision-2014-600x400
Besta lagið í keppninni í ár er framlag Frakka. Það keppir enginn við franska tungumálið og franska taktinn en samt ætla einhver 25 atriði að gera það í kvöld.

# 3 Dr. Spock – „Hvar ertu nú?“ (Ísland 2008)

Dr Spock - Iceland Airwaves (6)
Lagið var því miður ekki framlag Íslands í Eurovision sem er synd og skömm enda hrikalega sterkt lag hér á ferðinni. En sex árum síðar eru þrír meðlimir Dr. Spocks að fara að stíga á stóra sviðið undir merkjum Henson og Pollapönks.

# 2 Wig Wam – „In My Dreams“ (Noregur 2005)

wigwam2

Glysrokkararnir í Wig Wam slógu eftirminnilega í gegn árið 2005 með þessum slagara sínum og nutu gífurlegra vinsælda í heimalandi sínu í kjölfarið. Fólk var að fýla þetta og þeir enduðu í 9. sæti með 125 stig.

#1 Sébastien Tellier – „Divine“ (Frakkland 2008)

Screen Shot 2014-05-10 at 12.35.42 PM
Franski tónlistarmaðurinn heillaði mig árið 2008 með þessu lagi sínu. Við nánari athugun kom í ljós að Sébastien er alvöru og var til að mynda platan hans Sexuality pródúseruð af Guy-Manuel úr Daft Punk. Lagið endaði í 19. sæti með 47 stig.

 

Auglýsingar