Category Archives: Músíktilraunir

Vio sigruðu Músíktilraunir 2014

IMG_1715

Það var hljómsveitin Vio frá Mosfellsbæ sem bar sigur úr bítum á Músíktilraunum þetta árið. Í öðru sæti lenti hljómsveitin Lucy in Blue og í því þriðja hafnaði Conflictions. Milkhouse var svo kosin hljómsveit fólksins.

Undirritaður var viðstaddur síðasta undanúrslitakvöldið og sá Vio komast áfram í úrslitin. Þeir voru með betri atriðum kvöldsins og er óhætt að segja að drengirnir þrír séu vel að sigrinum komnir.

Það eru því spennandi tímar framundan hjá Vio og verður fróðlegt að fylgjast með framgöngu þeirra á næstunni.

– Torfi

Auglýsingar