Kvikmyndir í einræðisríkinu Norður-Kóreu

Það er eitt land umfram önnur sem vekur ávalt áhuga hjá mér en þá er ég að tala um einræðisríkið Norður-Kóreu. Einræðisherrar hafa ráðið ríkjum og sett sérkennilegan blæ á allt þar í landi. Þegnum er bannað að fara úr landi, magn ferðamanna inní landið er mjög takmarkað, það er ekkert internet, ekkert rafmagn í sveitunum og bókstaflega allt er ritskoðað. Ríkisfjölmiðlum kóresku þjóðarinnar (að sjálfsögðu eru engir sjálfstætt reknir miðlar) er stjórnað af Kommúnistaflokknum sem fer vægast sagt frjálslega með sannleikann og segir t.d. frá ótrúlegum sigrum á vettvangi íþrótta, nú síðast á Ólympíuleikunum svo ekki sé minnst á frásagnir af leiðtogum þjóðarinnar, skemmst er að segja frá sannleiksgildi þess sem þar er ritað…

Ráðamönnum í Norður-Kóreu er mikið í mun að sýna útlendingum fram á ágæti þess sem þeir eru að gera og taka því þá örfáu ferðamenn sem til landsins koma í nokkurs konar „show“ um höfuðborgina Pyongyang. Í Pyongyang eru gífurlega dýrar byggingar ásamt styttum af leiðtoganum fráfallna Kim-Il Sung sem bjó til cult úr sjálfum sér en því kefli hafa arftakar hans, feðgarnir Kim Jong-Il og Kim Il-Sun haldið hraustlega á lofti.

Kim Jong-Il ætti að vera flestum kunnur en þó ekki fyrir afrek sín á kvikmyndasviðinu. Hann hafði þó mikinn áhuga á kvikmyndum. Ásamt því að byggja sjö kvikmyndahús fyrir sjálfan sig hafði leiðtoginn ástkæri dálæti á hryllingsmyndum, Godzilla myndum og leikkonunni Elizabeth Taylor. Að lokum hafði þessi ást hans á kvikmyndum það í för með sér að hann vildi búa þær til sjálfur, hann lét reisa risastór kvikmyndaver í miðri höfuðborginni en þrátt fyrir það var skortur á fagfólki í landinu og þá voru góð ráð dýr. Að lokum gerði hann það eina rétta í stöðunni og lét ræna þeim mannskap sem vantaði frá nágrannaríkinu Suður-Kóreu. Útúr þessari vitleysu kom myndin Pulgasari, en hún er ekki einungis mesta steypa kvikmyndasögunnar heldur bara mannkynssögunnar yfir höfuð.

Eina eiginlega reynsla greinarhöfundar af landinu var frekar neiðkvæð, að taka U-beygju framhjá lofthelgi landsins á leið til Japan var ekki góð skemmtun og bætti svona ca. klukkutíma ofaná flug sem var þá þegar orðið alltof langt.

Mögnuð heimildamynd um kvikmyndir í NK:

Pulgasari í fullri lengd:

-efh

Færðu inn athugasemd