Færslusafn

Topp 5: Huldumenn í tónlistinni

Sumir tónlistarmenn hafa farið þá leið að hylja andlit sín og eru ástæðurnar mismunandi eftir hverjum og einum. Potturinn fór í smá rannsóknarvinnu og leitaði af þeim helstu sem eru þekktari fyrir grímurnar sínar heldur en sín eigin andlit.

# 5 The Knife

The Knife III The Knife II
Sænsku systkinin hafa reyndar ekki stuðst við grímurnar alfarið en eru þó líklegri til að þess að setja þær upp ef eitthvað stendur til. Þau eru ekki mikið gefin fyrir athyglina og vilja síður fara í viðtöl eða koma fram á opinberum vettvangi. Systirin er einnig þekkt undir nafninu Fever Ray og er hún óþekkjanleg þsr sem fyrr.

# 4 SBTRKT

música/TUMBALONG Bon Chat, Bon Rat (AUS), Electric Wire Hustle (NZ), Ghostpoet (UK), LUNICE (CAN), Mitzi (AUS), SBTRKT (UK), Simon Caldwell (AUS), Tiger & Woods (ITA) sbtrkt-608x608
Tónlistamaðurinn Aaron Jerome sem kallar sig SBTRKT skartar grímu í frumbyggjalegum stíl er hann kemur fram á tónleikum. Aaron vill aðskilja sig og sína persónu frá tónlistinni og hefur leyst það með þessari laglegu grímu.

# 3 Deadmau5

deadmau5-live
Stærstu grímuna á listanum ber sjálfur Joel Thomas Zimmerman sem er betur þekktur sem Deadmau5. Hann bjó til lógóið „mau5head“ sem varð svo að grímu eftir að vinur hans hafði bent honum á þann möguleika. Gríman hefur marga útlitsmöguleika og er sjón víst sögu ríkari á tónleikum Deadmau5.

# 2 Slipknot

Slipknot-metal-755631_1100_770
Grímurnar hjá meðlimum Slipknot er eins og samansafn af öllum óhugnalegustu grímunum í hryllingsmyndum Hollywood. Meðlimir í dag eru átta talsins og koma þeir ekki fram nema með grímu og í kraftgalla. Grímurnar hjálpa til við að koma tónlistinni til skila enda er hún oft á tíðum mjög svo aggressív og kraftmikil. Grímurnar þróast og breytast með tímanum og er greinilega mikil vinna lögð í að þær líti sem best út.

# 1 Daft Punk

Daft-Punk-Album-Giorgio-Moroder
Franski dúettinn Daft Punk eru að mínu mati með lang smekklegustu og svölustu grímurnar. Árið 1999 breyttust þeir að eigin sögn í vélmenni og hafa þeir ekki litið um öxl síðan. Að þeirra sögn á áherslan að vera á tónlistina eins og hjá fleirum hér fyrir ofan og leiðist þeim fátt meira en tónlistarfólk með sínar „rokk & ról“ pósur og viðhorf.

GabríelVið Íslendingar eigum einn grímuklæddan tónlistarmann en það er hann Gabríel sem er reyndar dulnefni listamannsins. Í viðtali við Monitor fyrir ári síðan hafði hann þetta að segja um orsök grímunnar og nafnleyndarinnar: „Þegar ég ákvað loks að drífa í mig því (hip hoppinu) fannst mér tilvalið að koma fram undir öðrum formerkjum, öðru nafni en áður og með grímu til að aðskilja mig algjörlega frá öðru sem ég hef gert í tónlist. Þess vegna langaði mig að stimpla mig inn sem eitthvað alveg nýtt og alveg ferskt og leyfa fólki þar með að dæma mig eingöngu út frá því nýja en ekki einhverju gömlu sem fólk myndi hugsanlega tengja mig við væri ég grímulaus“.

Hljómar eins og Gabríel hafi eitthvað að fela og hafi jafnvel skítuga sögu í tónlistinni, djók. Gott og blessað hjá kauða en ég held ég viti hver maðurinn á bakvið kauða er og er það meðlimur í Hjálmum, Baggalút og annar helmingur greiningardeildar Hljómskálans, Guðmundur Kristinn Jónsson. Já þið sem vissuð það ekki fyrir heyrðuð það fyrst hér á Pottinum og verði ykkur barasta að góðu!

Er þetta Gabríel?

Er þetta Gabríel?

– Torfi

Auglýsingar

Airwaves: Miðvikudagur

Þá má segja að jólin séu byrjuð en Airwaves hófst í gær. Að þessu sinni ákvað ég að nýta mér off-venue dagskránna og skellti ég mér og Kex Hostel til að sjá Blouse frá Bandaríkjunum en blessunarlega komust þau leiðar sinnar til Íslands. Það var mikið af fólki og erfitt að sjá í meðlimi Blouse en þau stóðu sig ágætlega. Tónlistin sem þau búa til er þó ekkert ný af nálinni og eitthvern veginn fannst mér settið renna bara í eitt. Ágætis byrjun á Iceland Airwaves 2012 samt sem áður.

Eftir að hafa skellt í sig heitu súkkulaði í kuldanum var ferðinni heitið á Hressó en þar átti hin ameríska Vacationer að stíga á svið klukkan 16. Ég var ekki betur upplýstur en það að allt í einu stökk M-Band á svið og renndi í nokkur lög. Sandy hafði gert það að verkum að Vacationer þurfti að bíða með að ferðast á klakann, ekki gott mál. M-Band stóð hins vegar fyrir sínu og verð ég að segja að tónlistin hans nýtur sín betur lifandi heldur en heima í stofu. Það var líka nóg af fólki en tjaldið fyrir utan Hressó var næstum því fullt. M-Band var ánægður með það og mátti hann einnig vera ánægður með sitt framlag.

Bar 11 var næsti áfangastaður en þar var Pétur nokkur Ben að fara að spila. Sex ár eru liðin frá því að síðasta plata Péturs, Wine for My Weakness, kom út og því löngu kominn tími á nýja. Sú plata er væntanleg eftir tvær vikur en hann hlýtur að vera ósáttur við að missa af túristalestinni sem á eftir að sópa í sig íslenska varninginn í plötubúðum borgarinnar. Pétur Ben bauð upp á þétta dagskrá og er hann talsvert breyttur frá árinu 2006. Það er einhver nettur Lou Reed fýlingur í honum með meiri keyrslu og rokki. Mjög gott.

Ég fór svo í fýluferð upp í 12 tóna til að sjá hina kanadísku Passwords en þegar þar var komið var hurðin lokin og feitlaginn karlmaður sem stóð þar fyrir. Það var greinilega ekki meira pláss fyrir fólk enda ekki furða, pínulítið pleis! Ég hljóp því aftur niður á Bar 11 til að sjá Vigra. Kjallarinn á Bar 11 er náttúrulega hræðilegur staður fyrir hljómsveit eins og Vigra enda nýtur tónlistin þeirra sín alls ekki á svo litlum stað. Ég býst því við miklu betri tónleikum hjá þeim í Hörpu í kvöld.

Þá var off-venue stússinu lokið þennan daginn og kominn tími á að nýta armbandið eitthvað. Ég var búinn að haka við M-Band og þótt að ég hafi séð hann fyrr um daginn ákvað ég að skella mér aftur. Það verður að segjast að tónleikarnir hans á Hressó voru betri að mínu mati. Prógrammið var lengra og hljóðið var betra. En engu að síður flottir tónleikar og verður spennandi að fylgjast með framgangi hans á næstunni.

Gaukurinn var næsta stopp en þar voru að koma fram sigurvegarar Músíktilrauna 2012, RetRoBot. Ég hafði einu sinni rennt disknum þeirra í gegn en ekkert misst mig í einhverri hrifningu. Þeir eru hins vegar virkilega skemmtilegir á sviði og smitaði gleðin út frá sér. Fínar hugmyndir í gangi hjá þeim og framtíðin björt.

Þá var það spurning um að sjá Lockerbie eða færa sig yfir á Þýska barinn og bíða eftir hljómsveitunum þar. Ég valdi seinni kostinn. Hinn umtalaði Gabríel steig á svið ásamt gestum er ég var nýbúinn að koma mér fyrir. Mér finnst mjög pirrandi að vita ekki hver þessi Gabríel er. Það kom mér líka á óvart að hann rappar ekki neitt. Hann stendur þarna bara með heklaða grímu og ýtir á einhverja takka á meðan hinir sjá um sýninguna. Ásamt röppurunum voru mættir menn eins og Unnsteinn úr Retro Stefson, Valdimar og Emmsjé Gauti. Því miður komst Krummi ekki en það hefði verið áhugavert í meira lagi. Settið hans Gabríels var ágætis tilbreyting frá öllu því sem ég hafði séð fyrr um daginn og ekkert hægt að kvarta yfir þessari ákvörðun.

Norska sveitin HIGHASAKITE var næst á svið en hún var sú eina erlenda sem var á on-venue dagskránni þetta kvöldið. Kynjaskiptingin í bandinu var góð og voru meðlimir voðalega hressir. Tónlistin þeirra er ágæt og fannst mér lagið „Son of a Bitch“ standa upp úr.

Spennan var í hámarki, Þórunn Antonía var næst í röðinni en hún hefur verið að gera góða hluti með Berndsen undanfarið. Hann mætti fyrstur á svið ásamt gítarleikara og kynnti skvísuna til leiks. Saman buðu þau upp á hressandi tóna og sló hún Tóta ekki slöku við, söngurinn var óaðfinnanlegur.  Það hefði kannski mátt vera meiri stemning í salnum en ég þorði varla að dilla mér við tónlistina. „Too Late“ var algjör hápunktur en þó fannst mér heila settið helvíti gott. Glæsilegir tónleikar hjá Þórunni og var ég sérstaklega ánægður með gítarleikarann í fyrrnefndu lagi.

Elmar var hvergi sjáanlegur á meðan Þórunn flutti lögin sín.

Þá var komið að óskabarni þjóðarinnar og jafnframt síðasta atriði kvöldsins hjá mér, Ásgeiri Trausta. Ég hafði aðeins séð hann spila tvisvar áður en ekki með hljómsveit. Sem betur fer var hann mættur með allan skarann með sér og því von á góðum tónleikum. Hann hóf leikinn á „Nýfallið regn“ og eftir það var ekki aftur snúið. Það mynduðust þó óþarflega langar pásur á milli laganna en meðlimir voru ekki sáttir með hljóðið sýndist mér. Hann renndi þó í öll sín bestu lög og fór langt með að spila öll lögin af plötunni. Frábærir tónleikar og góður endir á góðum degi.

– Torfi