Topp 5: Plötuumslög ársins 2018

Fyrsta mál á dagskrá í uppgjöri þessa árs er að skoða flottustu plötuumslögin. Eins og ég hef áður sagt þá skipta umbúðirnar máli þó maður eigi aldrei að dæma innihaldið eftir útlitinu. Tvö af þessum fimm umslögum fóru svolítið til „spillis“ þar sem aðeins er hægt að virða þau fyrir sér á netinu þar sem plöturnar fengu ekki efnislega útgáfu. Það er synd en ég geri þó ekki upp á milli þó það hefði verið næs að eiga t.d. efsta sætið á vínyl. En þetta eru þau umslög sem stóðu upp úr í ár.

# 5 The Vintage Caravan – Gateways 

Fjórða plata The Vintage Caravan er glæsileg að innan sem utan. Það er mikið um að vera á umslaginu líkt og í tónlist drengjanna. Ég kem því ekki fyrir mig þó hvað er á seyði á umslaginu en það eru greinilega miklar andstæður í gangi þar sem heitt og kalt mætast með miklum látum.

# 4 Teitur Magnússon – Orna 

Umslagið við aðra plötu Teits er fagurt á að líta og ef einhver ætti að vita eitthvað um fagurfræði plötuumslaga þá væri það hann enda meðlimur í Ojba Rasta sem eiga tvö flottustu umslög sem sést hafa hér á landi. En hér er hann í forgrunni, enda sóló og skeggið vinnur með honum eins og sést. Eigulegur gripur hér á ferð.

# 3 GDRN – Hvað ef 

Þetta umslag er gott dæmi um eitthvað sem hefði notið sín vel upp á vegg heima í stofu. Það er samt djarft skref af listamanninum að neita áhorfandanum um augu Guðrúnar sem geta dáleitt hvern sem er. Nýmóðins og svalt!

# 2 Salsakommúnan – Rok í Reykjavík 

Umslagið við frumburð Salsakommúnunar minnir ekki neitt á Ísland, ekki frekar en tónlistin (fyrir utan textana auðvitað). Heiðurinn á Katrín Helena Jónsdóttir og tekst henni listavel til. Einnig voru gerðar nýjar umbúðir utan um salsasósuna góðu með þessum stíl í tilefni útgáfunnar og ættu framleiðendur alvarlega að íhuga að gera nýja útlitið varanlegt.

# 1 Birnir – Matador

Ef byggingarnar í bakgrunni væru annars staðar úr en Kópavogi væri þetta umslag mögulega ekki í efsta sæti. Það eru ekki margir sem myndu láta detta sér í hug að setja part úr Hamraborginni á plötuumslagið sitt en Birnir hefur allan rétt til þess enda líklega slæpast mikið þar á sínum yngri árum. Nautabaninn og nautahjörðin koma svo vel út og gefa góða mynd af innihaldinu. Enn ein rósin í hnappagat Skúla Skelfis Árnasonar.

Torfi Guðbrandsson

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s