Topp 5: Bestu plötur Arcade Fire

Arcade Fire kemur fram á tónleikum í nýju Laugardalshöllinni 21. ágúst næstkomandi og því er við hæfi að byrja aðeins að hita upp fyrir komu þeirra. Frá árinu 2004 hefur Arcade Fire gefið út fimm misgóðar plötur og ætla ég að fara stuttlega yfir þær og ræða þeim upp frá þeirri sístu til þeirrar bestu.

# 5 Everything Now (2017)


Síðasta plata Arcade Fire og tilurð þessa túrs sem sveitin er á núna er þeirra langsísta verk til þessa. Þrátt fyrir það byrjar hún ágætlega og Win Butler og félagar sýna fram á að þau eru enn fullfær um að semja góð lög en á þessari plötu hefðu þau þurft að vera miklu fleiri.

Bestu lög: Everything Now, Put Your Money on Me, Signs of Life.

# 4 Reflektor (2013)

Á fjórðu plötu Arcade Fire kvað við nýjan tón og meðlimir færðu sig úr indí rokkinu sem hafði skilað þeim heimsfrægð yfir í dansvænara rokk undir styrkri leiðsögn James Murphy (LCD Soundsystem). Þessi tilraun heppnaðist ágætlega og má líklega færa rök fyrir því að þetta hafi verið nauðsynlegt skref fyrir sveitina þrátt fyrir að gæði hennar nái ekki sömu hæðum og fyrri plötur.

Bestu lög: Afterlife, Here Comes the Night Time, Reflektor, Supersymmetry, We Exist.

# 3 Funeral (2004)

Frumburður Arcade Fire var ógnarsterkur og velgengnin sem fylgdi í kjölfarið átti algjörlega rétt á sér. Hér var á ferðinni ferskur og nýr hljómur sem fólk átti auðvelt með að laðast að. Hljóðheimurinn var stór og það sá það hver maður að hér var allt lagt í sölurnar og metnaðurinn nánast áþreifanlegur.

Bestu lög: Haiti, Neighborhood #1 (Tunnels), Rebellion (Lies), Wake Up.

# 2 Neon Bible (2007)

Arcade-fire

Neon Bible fékk það erfiða hlutskipti að fylgja á eftir frumburðinum en þrátt fyrir það tókst sveitinni að bæta um betur. Nokkuð svipuð forvera sínum en þemað einhvern veginn orðið dekkra, hljóðheimurinn enn stærri og nánast öll lögin frábær. Sennilega mest spilaðasta platan í safninu mínu.

Bestu lög: Intervention, My Body Is a Cage, No Cars Go, The Well and the Lighthouse.

# 1 The Suburbs (2010)

arcadefiresuburbs1000px

Það er eiginlega hálf galið að Arcade Fire hafi tekist að toppa fyrstu tvær plötur sínar og það með 16 laga plötu. Á The Suburbs skiptir hljómsveitin aðeins um gír, fyrri plöturnar voru ögn þyngri en hér órar fyrir meiri jákvæðni. Lagasmíðar Win Butler og félaga eru enn þroskaðri og sveitin endanlega búin að festa sig í sessi sem ein besta hljómsveit samtímans.

Bestu lög:  City with No Children, Ready to Start, Rococo, Sprawl II (Mountains Beyond Mountains), The Suburbs, We Used to Wait.

Torfi Guðbrandsson

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s