Topp 5: Kvikmyndir um fótbolta

Nú þegar Ísland hefur lokið keppni á Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu er ekki úr vegi að renna yfir bestu kvikmyndirnar sem fjalla um fótbolta til að fylla enn betur upp í tómarúmið sem Ísland skilur eftir sig. Það skal hafa í huga að hér er aðeins átt við leiknar myndir en ekki heimildamyndir þó að þrjár af þessum fimm séu byggðar á sannsögulegum atburðum. Þar sem ekki er leikið á mótinu á morgun er kjörið tækifæri að renna í gegnum einhverjar af þessum fimm eðalmyndum.

# 5 Goal! 

Goal! er kannski ekki besta mynd sem þú munt sjá á ævinni en þeir sem hafa dálæti af knattspyrnu ættu að hafa gaman að fyrstu myndinni um Santiago Munez. Myndin fjallar um skáldaða knattspyrnumanninn Santiago Munez sem kemst á samning hjá Newcastle United. Það sem gerir myndina áhugaverða er að alvöru leikmenn Newcastle leika gestahlutverk í henni og notaðar eru svipmyndir úr alvöru leikjum sem gerir hana eins raunhæfa og hún getur orðið. Það er ekki laust við kjánahroll hér og þar en Goal! er afbragðs afþreying fyrir þá sem hafa yfir höfuð gaman af íþróttinni. Mynd nr. 2 er einnig ágætis skemmtun en í guðanna bænum haldið ykkur frá þeirri þriðju!

# 4 Mean Machine 

Kvikmynd sem skartar hinum grjótharða Vinnie Jones sem var einmitt atvinnumaður í fótbolta áður en hann færði sig yfir í kvikmyndaleik. Í myndinni leikur hann knattspyrnumann sem dæmdur er í fangelsi. Þrátt fyrir að sitja á bakvið lás og slá nær hann að  fá útrás í knattsparki með því að koma á leik milli fanga og fangavarða, eitthvað sem er t.d. þekkt hér á landi á Litla-Hrauni. Það er urmull af eftirminnilegum karakterum í myndinni og til að mynda sjáum við Jason Statham í miklum ham sem markmanninn Monk. Mynd sem óhætt er að mæla með.

# 3 Pelé: Birth of a Legend

Það var löngu orðið tímabært að gera kvikmynd um einn besta knattspyrnumann sögunnar, Pelé. Ég viðurkenni að væntingar mínar voru stilltar í hóf áður en ég fór á myndina en hún var býsna fljót að ná mér á sitt band og í lokin var ég farinn að fagna líkt og ég væri að horfa á alvöru fótboltaleik. Myndin spannar uppvaxtarár Pelé fram að fyrsta Heimsmeistaramóti hans þar sem hann skóp sér nafn sem einn besti knattspyrnumaður heims aðeins 17 ára gamall! Þrælskemmtileg mynd sem ætti að eldast vel.

# 2 Fever Pitch (1997)

Ég er kannski ekki hlutlaus þegar kemur að þessari mynd enda fjallar hún um mitt ástsæla félag, Arsenal. Hér er ungur Colin Firth á ferðinni ásamt Mark Strong en þeir eru eldheitir stuðningsmenn Arsenal sem á möguleika á að vinna ensku úrvalsdeildina í síðasta leik gegn Liverpool á útivelli árið 1989. Myndin er eftir samnefndri bók Nick Hornby og nær að fanga andann í kringum ensku knattspyrnuna á eftirminnilegan hátt.

# 1 The Damned United

Breska kvikmyndin The Damned United fjallar um hinn magnaða knattspyrnustjóra Brian Clough sem er einn sigursælasti stjóri í sögu enskrar knattspyrnu. Það sem gerir myndina áhugaverða er að hún fjallar ekki um sætu sigrana með Nottingham Forest heldur ósigrana með Leeds United. Clough var áhugaverður karakter og er túlkun Michael Sheen á stjóranum óaðfinnanleg. Bráðskemmtileg og áhugaverð mynd sem rígheldur manni allan tímann.

Aðrar góðar myndir um fótbolta:

Escape to Victory
Goal ll: Living the Dream
Green Street Hooligans
Íslenski draumurinn
Purely Belter

Torfi Guðbrandsson

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s