Syngur Smash Mouth slagara yfir fræg lög

smash-mouth

Jon Sudano er mikill snillingur. Undanfarinn mánuð eða svo hefur hann verið að pósta myndböndum á YouTube þar sem hann syngur Smash Mouth slagarann „All Star“ yfir fræg lög. Það er magnað hvað laglínan úr laginu passar vel við önnur lög en þegar þetta er skrifað eru lögin komin upp í 15 og samtals hafa myndböndin verið skoðuð 15 milljón sinnum! Jon póstaði síðasta lagi fyrir tveimur dögum svo drengurinn er enn að.

„All Star“ kom út 4. maí árið 1999 og festist fljótlega í heilabúi fólks, hvort sem því líkaði betur eða verr. Lagið var svo notað í teiknimyndinni Shrek árið 2001 svo fólk myndi örugglega ekki gleyma tilvist þess og enn yngri kynslóð tók ástfóstri við lagið. Fleiri kvikmyndir hafa nýtt sér lagið og má þar nefna Mystery Men en aðalleikararnir úr þeirri mynd koma einmitt fram í myndbandi lagsins.

En hver er galdurinn á bakvið lagið og af hverju skildi það passa svona vel inn í önnur fræg lög? Það sem er merkilegt er hversu vel fyrsta mínúta laglínunar smellpassar við fyrstu mínútur hinna laganna. Ef við skoðum lögin eiga þau það öll sameiginlegt að vera mjög vinsæl eftir heimsþekkta listamenn. Í sumum tilvikum er um að ræða þeirra allra þekktustu lög. Það hlýtur því að vera til einhver formúla að vinsælum lögum sem trekkir fólk að.

Vinsæl lög eru oft í kringum þrjár til fjórar mínútur en það á einmitt við öll þessi lög, en þau eru frá 2:53 mínútum upp í 4:55 en athugið að mörg þessara laga eru til í styttri útvarpsútgáfum. Formúlan í lögunum er því í mjög svipuðum strúktur. Þegar lög eru í þessari lengd gefa menn sér sirka 30 sekúndur fram að viðlagi. 36 sekúndur líða að viðlaginu í „All Star“.

Þetta eru engin geimvísindi, ef tónlistarmenn vilja ná til fólks þurfa þeir að vera fljótir að koma sér að efninu. Til að halda athygli þeirra út virðast þrjár til fjórar mínútur vera gullna lengdin. Þetta er ágætt að vita fyrir framtíðar tónlistarmenn.

Ég hvet fólk til að fletta Jon Sudano upp á YouTube og fletta í gegnum þessi lög, þetta er í raun stórmerkilegt og ljóst að Smash Mouth hitti með lagi sínu á hárrétta formúlu sem er hægt að spegla við mörg vinsælustu lög heims.

Lögin sem um ræðir:

Adele – „Hello“
Bastille – „Pompeii“
Blink 182 – „Feeling This“
Coldplay – „Fix You“
Evanescence – „Bring Me to Life“
Foster the People – „Pumped Up Kicks“
John Lennon – „Imagine“
Johnny Cash – „Hurt“
Linkin Park – „In the End“
Oasis – „Wonderwall“
Papa Roach – „Last Resort“
Radiohead – „Creep“
Red Hot Chili Peppers – „Under the Bridge“
Taylor Swift – „22“
Village People – „Y.M.C.A.“

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s