Tónleikadómur: Elvis Presley á sviði

EPOS

Ég skellti mér á ansi sérstaka tónleika í Eldborgarsal Hörpu í gær. Þar var á ferðinni 15 manna hljómsveit sem spilaði undir fyrir kónginn sjálfann, Elvis Presley. Presley sjálfur var þó ekki viðstaddur enda löngu látinn en honum var varpað upp á stórt tjald sem staðsett var fremst á sviðinu. Ég hafði ekki kynnt mér tónleikana nógu vel en ég bjóst við hologram Elvis en í staðinn var gömlum upptökum af Elvis á tónleikum varpað upp á tjaldið. Þetta fannst mér heldur lélegt enda hefði ég eflaust fengið það sama út úr því að horfa á YouTube klippur af kónginum heima hjá mér með græjurnar í botni.

Í lýsingunni á tónleikunum á midi.is stóð: Rödd Elvis og nærvera hans á tjaldinu er svo kraftmikil og samspilið við tónlistamennina og söngvarana á sviðinu svo samofið að eftir nokkur lög getur þú nánast gleymt því að Elvis er ekki í eigin persónu á sviðinu. Ég get því miður ekki kvittað undir þetta en þetta ótrúlega samspil gerði það reyndar að verkum að ég gleymdi að það væri lifandi hljómsveit á sviðinu. Hljómsveitin fékk ekki að njóta sín nógu vel að mínu mati enda stóð hún í skugganum af Elvis og það var ekki fyrr en að þeir plöntuðu sér fyrir framan tjaldið í nokkur skipti sem maður fann virkilega fyrir þeim.

Ekki er hægt að kvarta yfir lagavalinu en þó nutu lögin sín misvel enda Elvis engum líkur á sviðinu. Í „Love Me Tender“ var t.d. meira um kossaflens en söng og í mörgum lögum var keyrslan fullmikil þannig að lögin voru sum hver bara í mínútu í flutningi. Ein kona sem sat fyrir neðan mig hitti naglann á höfuðið þegar hún sagði við manninn sinn: Þitt lag var miklu lengra en mitt!

Þessir tónleikar gerðu allavega ekki mikið fyrir mig enda geri ég aðeins meiri kröfur fyrir þennan pening. Þetta var miklu líkara tónleikamynd heldur en tónleikum og ég vona svo innilega að þetta verði ekki raunin í framtíðinni að reyna að lífga listamenn við með lifandi tónlist undir gömlu myndefni. En ég get aðeins sjálfum mér um kennt enda kynnti ég mér málið lítið áður en ég verslaði miða.

Ég var ekki að sjá neitt nýtt inn í Eldborgarsalnum þetta annars fína fimmtudagskvöld en frekar hefði ég viljað eyða peningnum í að sjá Elvis eftirhermu í heimsklassa á sviðinu með þessari fanta þéttu hljómsveit.

Lagalisti kvöldsins

That’s All Right Mama
I Got a Woman

Hound Dog
Don’t Be Cruel
Mystery Train/Tiger Man
Just Pretend
You Don’t Have to Say You Love Me
Sweet Caroline
Heartbreak Hotel
Are You Lonesome Tonight
Baby, What You Want Me to Do
Lawdy Ms. Clawdy
One Night With You
I Can’t Stop Loving You
Love Me Tender
Polk Salad Annie
Bridge Over Troubled Water

Hlé

Trouble/Guitar Man
Jailhouse Rock
All Shook Up
Blue Suede Shoes
You Lost That Loving Feelin’
Patch It Up
Make the World Go Away
Don’t Cry Daddy
In the Ghetto
Walk a Mile In My Shoes
LIVE GOSPEL SEGMENT – Singers with Elvis Presley feature How Great Thou Art
The Wonder of You
Can’t Help Falling In Love

Torfi

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s