† Richie Havens allur

Söngvarinn og gítarleikarinn Richie Havens hefur hvatt vora jörð en hann lést í gær 72 ára að aldri. Richard Pierce Havens fæddist í Brooklyn í janúar 1941 og var hann einn af níu systkinum takk fyrir. Segja má að frægðarsól Havens hafi loks risið þegar hann kom fram á Woodstock hátíðinni árið 1969 en vegna seinkunar og forfalla annarra hljómsveita þurftu áhorfendur að sitja uppi með hann í næstum þrjá klukkutíma! Havens stóð sína plikt og vel það og hristi úr erminni hin og þessi lög sem féllu vel í gesti.

RichieHavens_banner
Richie Havens slær strengi á Woodstock.

Ef aðrir listamenn hefðu ekki verið seinir á hátíðina hefði mannkynið líklega aldrei heyrt lagið „Freedom“ en þar sem Havens var nánast búinn að spila öll lög sem hann kunni þurfti hann að spinna eitthvað á staðnum. Hann studdist við texta úr negrasálminum „Motherless Child“ og lék svo af fingrum fram eins og honum einum var lagið og úr varð lagið „Freedom„.

Havens hafði sinn einstaka stíl og mætti kannski lýsa honum sem frumbyggjalegum. Hann þótti vera ansi ákafur á gítarinn auk þess sem hann notaði opna stillingu en þá heyrist hljómur þegar slegið er yfir alla strengina í einu án þess að nota grip.

Árið 2007 birtist Havens í litlu hlutverki í kvikmyndinni I’m Not There sem túlkar Bob Dylan á marga vegu. Þar sat hann á verönd ásamt leikaranum Marcus Carl Franklin sem túlkaði ungan Bob Dylan og Tyrone Benskin og spiluðu þeir lagið „Tombstone Blues“. Lengri útgáfu af laginu er að finna á sándtrakki myndarinnar en Havens var einn af fjölmörgum listamönnum sem gerðu ábreiður af lögum Dylans. Það þarf ekki að koma á óvart að Havens hafi verið í því úrtaki enda hafði hann áður leikið lög eftir Bob Dylan með góðum árangri. Þá lék hann einnig ábreiður af ferli Bítlanna og má þar benda á „Strawberry Fields Forever“ sem var í Woodstock prógrammi hans og „Here Comes the Sun“.

Richie Havens hafði áhrif á margan manninn og má nefna tónlistarmenn eins og Bill Withers, Cat Stevens og Jeff Buckley í því samhengi. Það er ljóst að áhrif Havens liggja víðar og að frumlega listamenn eins og hann er ekki að finna á hverju strái. Havens hefur skilið eftir sig arfleifð sem mun lifa áfram um ókomna tíð.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s