Það sem Metallica hefði átt að gera varðandi Load & ReLoad

Liðskipan Metallica á þessum tíma.
Það eru skiptar skoðanir um ágæti Metallica eftir að …And Justice for All kom út árið 1988. Þegar að svarta albúmið kom út þremur árum seinna bættust nýir aðdáendur við en þeir gömlu snéru margir baki við James Hetfield og félaga enda ekki sáttir við breytinguna hjá hljómsveitinni. Þeir hafa áreiðanlega gubbað upp í sig þegar að plöturnar Load og ReLoad litu dagsins ljós árin 1996 og 1997. Plöturnar sem áttu upphaflega að koma út í einu lagi sem tvöföld plata misstu marks og hlutu dræmar viðtökur. Það er samt ekki hægt að neita því að á þessum plötum leynast nokkur afbragðs lög og hefði ég verið umboðsmaður Metallicu hefði ég beðið þá um hinkra aðeins, sleppa nokkrum lögum og gefa út eina sterka plötu. Svona hefði ég skorið plöturnar niður.


Load                                           

1. Ain’t My Bitch                          
2. 2 x 4                                         
3. The House Jack Built             
4. Until It Sleeps                         
5. King Nothing                           
6. Hero of the Day                       
7. Bleeding Me                              
8. Cure                                            
9. Poor Twisted Me                     
10. Wasting My Hate                  
11. Mama Said                               
12. Thorn Within                         
13. Ronnie                                     
14. The Outlaw Torn

ReLoad

1. Fuel
2. The Memory Remains
3. Devil’s Dance
4. The Unforgiven II
5. Better Than You
6. Slither
7. Carpe Diem Baby
8. Bad Seed
9. Where the Wild Things Are
10. Prince Charming
11. Low Man’s Lyric
12. Attitude
13. Fixxxer

Eins og sjá má er niðurskurðurinn mikill en það er líka þörf á honum því að farþegarnir eru margir á plötunum og þá sérstaklega ReLoad. Að sjálfsögðu þyrfti að raða lögunum upp í fallega röð og myndi ég gera það nokkurn veginn svona.

Loaded

1. Fuel
2. Ain’t My Bitch
3. The Memory Remains
4. Until It Sleeps
5. King Nothing
6. Hero of the Day
7. The Unforgiven II
8. Mama Said

Það þarf að byrja sterkt og kemur ekkert annað til greina en að opna plötuna á „Fuel“. „Ain’t My Bitch“ fylgir fast á eftir og fjörið heldur svo áfram með „The Memory Remains“. Við hægjum aðeins ferðina svo með þristinum af Load þar sem röðuninni á þeim var ekki raskað. Þá er komið að smá epík með „The Unforgiven II“ og platan endar svo á hinu kántrí skotna „Mama Said“. Samtals myndi Loaded taka 40 mínútur í spilun sem er alveg ágætis lengd. Alls ekki slæm plata sem hefði getað gert betri hluti en Load og ReLoad.

Torfi

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s