God’s Lonely Man gengin út

Já það hlaut að koma að því, Pétur Ben hefur gefið út breiðskífu númer tvö, God’s Lonely Man. Liðin eru heil sex ár síðan að frumburðurinn Wine for My Weakness kom út og því löngu kominn tími á aðra plötu. Að vísu má ekki gleyma því að Pétur hefur verið upptekinn við ýmislegt annað en hann spilar auðvitað með mörgum listamönnum, gerir lög fyrir kvikmyndir og gaf út plötu í fyrra ásamt Eberg.

God’s Lonely Man hefur að geyma níu frumsamin lög sem öll eru sungin á ensku. Hvorki meira né minna en þrjú lög ná yfir sjö mínútna múrinn og er það merki um metnaðarfullar lagasmíðar. Ég er sérstaklega ánægður með að sjá lagið „Tomorrows Rain“ á plötunni en ég heyrði það fyrst á Airwaves hátíðinni árið 2010 og varð stundvís ástfanginn. Einnig er þarna að finna lagið „Cold War Baby“ sem er eitt af betri lögum plötunnar.

Í lýsingunni á gogoyoko er talað um að platan svipi til hljómsveitarinnar Velvet Underground og gæti ég ekki verið meira sammála en í hvert skipti sem ég hef heyrt Pétur spila nýtt efni að undanförnu hefur Lou Reed oftar en ekki komið upp í hugann.

Ábreiðan á God’s Lonely Man.

Pétur Ben gefur plötuna út sjálfur og hefur söfnun verið í gangi en þegar þetta er skrifað hefur hann náð að safna rúmlega helming af þeirri upphæð sem hann lagði upp með. Það er ósk mín að fólk styrki Pétur enda frábær listamaður hér á ferð. Þangað til getið þið notið plötunnar hér á gogoyoko.

– Torfi 

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s