Airwaves: Sigur Rós + Uppgjör

Það var áberandi besta veðrið á sunnudeginum en það viðrar oft vel er Sigur Rós stígur á svið á Íslandi. Ég held að það sé ekki hægt að finna betri hljómsveit til að „loka“ Iceland Airwaves hátíðinni enda Sigur Rós í hópi þeirra allra bestu í heimi er kemur að tónleikum og umgjörð í kringum þá.

Húsið opnaði klukkan sex en lengi vel hélt ég að Doors væri upphitunarband fyrir Sigur Rós, aulinn ég. Sigur Rós átti samkvæmt miðanum að hefja leik klukkan sjö þannig ég mætti tímanlega fyrir það. Klukkan sló sjö og ekkert gerðist. Það var ekki fyrr en upp úr átta sem að tónleikarnir byrjuðu og var maður því orðinn vel þreyttur í fótunum enda nokkuð erfið standandi steisjon helgi að baki. En við upphafstóna Sigur Rósar var maður fljótur að gleyma því.

Sviðið var umlukið stóru hvítu tjaldi og birtust fallegar og á köflum óhugnalegar myndir á því. Tjaldið fékk að standa í 3-4 lög og féll svo niður við mikinn fögnuð gesta. Sigur Rós renndi í nokkuð pottþétt prógram og spilaði mörg af sínum bestu lögum á ferlinum. Aðeins voru leikin tvö lög af Valtara en þeir vilja meina að lögin af plötunni virki ekki öll á sviði.

Eftir uppklapp léku þeir þrjú lög og þar af eitt alveg splunku nýtt sem þeir kalla „Brennisteinn“. Lagið er frábrugðið öllu því sem þeir hafa gert áður en fýlingurinn var rafmagnaður og poppaður í senn, frábært stöff og spennandi að heyra framhaldið líklegast á næsta ári. Einnig verð ég að minnast á ljósasýninguna í laginu sem gerði þetta enn áhrifaríkara. Þeir enduðu svo leika á „E-bow“ og bundu þar með enda á fullkomna tónleika sem munu ábyggilega sitja lengi í höfði fólks.

Tónleikar Sigur Rósar komast þar með endanlega í hóp þeirra bestu sem ég hef upplifað þar sem að tónlist og sviðsmynd vinna saman að ógleymanlegri upplifun. Það voru ekki ómerkari listamenn en Portishead og Radiohead.

Uppgjör Airwaves

Hátíðin í ár var sú fjórða hjá mér en áður hafði ég farið 2008, 2009 og 2010. Það verður að viðurkennast að þessi var sú lakasta af þeim öllum og þá aðallega vegna lítils magns af góðum listamönnum. Ekki bætti heldur úr skák öll forföllin sem urðu af ýmsum ástæðum. Ég get ímyndað mér að fólk hafi séð á eftir Swans, Polica og Django Django.

Ástæðan fyrir því að ég fer á Airwaves hátíðina er til þess að uppgvötva góða og efnilega erlenda listamenn. Þeir íslensku eru ekki eins mikilvægir fyrir mér en ég lít fyrst og fremst á þá sem bónus við hinar erlendu.

Annars voru bestu tónleikarnir sem ég sá eftirfarandi:

1. Jamie N Commons
2. Patrick Wolf
3. Half Moon Run (á Kex)
4. Haim
5. Prins Póló

Margir reka líklega upp stór augu að sjá Sigur Rós ekki á listanum en ég tel þá vera í öðrum klassa og ekki hægt að líkja þeirri upplifun við aðrar á hátíðinni.

Jamie N Commons er efnilegur andskoti.

Það kom skemmtilega á óvart hvað raðirnar voru litlar í samanburði við fyrri ár, allavega upplifði ég ekki nema eina pínu litla á Iðnó á laugardagskvöldinu. Þegar ég labbaði útaf Listasafninu eftir tónleika Friends bjóst ég við röð út á Bæjarins beztu en það var engin! Harpan kom líka vel út en þetta er í annað sinn sem að hátíðin er til húsa þar og kynntist ég því fyrst núna og óhætt að segja að söknuðurinn af Nasa kemur ekki til með að lifa lengi á meðan við eigum hús eins og Hörpu.

Meira hef ég eiginlega ekki að segja um þessa annars yndislegu hátíð sem verður líklega helst minnst fyrir stormasamt veður og skróp nokkurra listamanna.

Takk annars fyrir innlitið og áhugann yfir Airwaves gott fólk!

Torfi

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s