Airwaves: Fimmtudagur

Annar í Airwaves og ég mættur upp í Hörpu nokkuð ráðvilltur. Það var tvennt sem ég varð að sjá þetta kvöld, Jamie N Commons og Haim. Ég tók því enga sénsa og kom mér tímanlega fyrir í Silfurbergi. Þar átti Lára Rúnars að stíga á svið og maður lét sig nú hafa það.

Ég veit ekki með Láru, hún fær góðan stuðning frá færum listamönnum en klúðrar svo málunum í sviðsframkomu og tali. Þetta er allt eitthvað svo klisjukennt. Hún getur samt alveg sungið og hún hefur ágætis hugmyndir í farteskinu en hún ætti samt að einbeita sér að því að vera hún sjálf.

Jamie N Commons var næstur á svið en það mun vera djúpraddaður andskoti frá Bretlandi. Honum hefur verið líkt við ekki ómerkari menn en Tom Waits og Nick Cave, slík eru gæðin. Að auki hefur hann góðan bakgrunn í blúsi eftir veru sína í Chicago. Jamie og hljómsveit hans kom, sá og sigraði, allavega mig. Ég var með gæsahúð lag eftir lag. Tónlistin var líka fjölbreytt og prógrammið var jafnt og þétt. Með betri tónleikum sem ég hef séð á Airwaves og bið ég ykkur um að muna þetta nafn í náinni framtíð.

Planið var að fara á Gaukinn en fyrst það var engin röð fyrir utan Þýska barinn varð maður eiginlega að kíkja á Gísla Pálma. Hann hóf leikinn á „Swagalegt“ og það var swagaleg upplifun. Eftir að Gísli var hálfnaður með annað lagið ákvað ég að rölta yfir á Gaukinn þar sem að Sudden Weather Change var að stilla upp.

Ég hef aldrei hlustað á SWC af neinu ráði. Þeir eru samt vel metnir hjá pressunni og ég var temmilega spenntur fyrir útkomunni. Þetta eru flottir drengir og ábyggilega mjög góðir í því sem þeir eru að gera en þetta heillar mig ekki.

Næst á svið var Nova Heart en hún kemur alla leiðina frá Kína. Fyrir minn smekk aðeins of mikil sýra en flottir tilburðir inn á milli hjá meðlimum og söngkonan örugg og kraftmikil. Áhorfendur voru að fýla þetta og mega þeir kínversku vera sáttir með sitt.

Þá var komið að því sem allir höfðu beðið eftir, hljómsveitin Haim frá Bandaríkjunum. Þrjár myndarlegar systur og einn drengur sem lamdi húðir. Þau rifu stemninguna upp á annað plan og vöfðu áhorfendum um fingur sér. Stúlkan á bassanum verður mér alltaf minnisstæð en ekki endilega fyrir flotta takta á bassanum heldur fyrir gapandi gin sitt. Um leið og hún byrjaði að plokka bassann opnaðist kjafturinn á henni upp á gátt. Maður var pínu smeykur. Annars virkilega gott sett hjá þeim og góð sviðsframkoma sem gefur alltaf vel. Flottasta stúlknaband sem ég hef séð, punktur.

Þessar stöllur sáu til þess að ég fór sáttur heim.

Torfi

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s